KVENNABLAÐIÐ

Fékk 25 ára dóm fyrir að halda eiginkonu sinni nauðugri í kjallara í fjögur ár

Maður sem kallaður hefur verið hinn „pólski Josef Fritzl” hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa læst konu sína í dimmum kjallara og brotið alvarlega á henni kynferðislega.

Gerðist þetta í Parszczyce, litlu þorpi í norðanverðu Póllandi. Mariusz Sz. beitti hana ólýsanlegu ofbeldi á árunum 2006-2010 og læsti hana í kjallaranum í tvö af þessum árum.

Auglýsing

pinu4

Fórnarlambið, eiginkonan, var barin, hún svelt, nauðgað ítrekað og var neydd til að borða samlokur fullar af sæði eiginmannsins. Tveir bræður Mariuszar og vinur hjálpuðu honum að brjóta á konunni og hafa þeir verið ákærðir fyrir nauðgun. Verði þeir fundnir sekir geta þeir fengið 15 ára fangelsisvist, en allir hafa neitað sök.

Í fyrsta sinn sem Mariusz fór fyrir dóm í júní 2017 sagði dómarinn Marta Urbanska að fórnarlambið hafði verið haldið fanginni í „köldum og dimmum kjallara þar sem henni var neitað um möguleikann á að þrífa sig og hugsa um andlega heilsu sína.

Auglýsing
Kjallarinn
Kjallarinn

Einnig hafði eiginmaðurinn „leigt hana út” fyrir aðra karlmenn að nauðga henni fyrir sem samsvarar 625 ISK. Þá þurfti hún að liggja hjálparlaus með poka yfir höfðinu. Ekki er vitað hversu margir menn nauðguðu henni og er lögreglurannsókn enn í gangi hvað það varðar.

pinu3

Dómarinn tiltók einnig að konan var svelt og neydd til að borða máltíðir með hendurnar bundnar í krjúpandi stöðu: „Máltíðir voru niðurlægjandi fyrir hana. Var hún neydd til að borða brauð blönduðu vatni og sæði ákærða.”

Að lokum tókst konunni að flýja kjallarann og hringdi í móður sína sem lét yfirvöld vita. Konan sagðist hafa verið dauðhrædd um öryggi dætra sina – önnur var að minnsta kosti fjögurra ára – en þær voru misnotaðar kynferðislega.

Þessi ógeðfelldi verknaður minnir á mál Josef Fritzl, austurrískan eftirlaunaþega, sem hélt dóttur sinni í ánauð í kjallara í 24 ár og nauðgaði henni ítrekað. Átti hún sjö börn með föður sínum og var frelsuð árið 2008.

Josef
Josef

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!