KVENNABLAÐIÐ

Maður fær alvarlega lungnasýkingu því hann var alltaf að þefa af táfýlusokkunum sínum

Hvern hefði grunað að þefa af sokkunum sínum er ekki bara ógeðslegt, heldur hugsanlega banvænt? Kínverskur maður var lagður inn á sjúkrahús á dögunum með alvarlega lungnasýkingu sem hann fékk með því að vera alltaf að anda að sér óhugnaðnum.

Peng sem er 37 ára var fluttur á 909 spítalann í Zhangzhou í Fujianhéraði. Hann kvartaði yfir sárum brjóstverk og miklum hósta. Eftir að hafa farið í röntgenrannsókn var augljóst að hann var með mikla sýkingu í lungum og bakteríurnar sem orsökuðu hana að finna í notuðum skóbúnaði.

Eftir að læknarnir gengu á Peng játaði hann að hann hefði ákveðinn vana – að anda djúpt að sér lyktinni af skítugu sokkunum sínum eftir að hann kom heim úr vinnu. Síðan setti hann þá í óhreinatauið.

Telja læknarnir að sveppurinn sem lifði í sokkum mannsins hafi borist í lungu hans. Samt sem áður er slík sýking mjög sjaldgæf og getur tengst veiku ónæmiskerfi. Peng hafi verið undir miklu álagi – unnið á hverjum degi og vaknandi oft á nóttu að hugsa um ungabarn.

Þar sem Peng leitaði lækninga fljótt mun hann ná sér að fullu þrátt fyrir að illa hefði getað farið. Hann þarf bara að hætta að lykta af sokkunum sínum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!