KVENNABLAÐIÐ

Tvítug móðir dæmd í 40 ára fangelsi fyrir að láta dætur sínar deyja í heitum bíl meðan hún fór og reykti kannabis

Móðir frá Texasríki, Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í 40 ára fangelsi fyrir að hafa látið tvær dætur sínar deyja hægt og rólega í heitum bíl í 15 klukkustundir á meðan hún fór á „djammið” og reykti kannabis með vinum sínum.

 

Auglýsing

 

Amanda Kristene Hawkins (20) lýsti sig seka um vanrækslu barna og meiðsli á börnum. Skildi hún hina eins árs Brynn Hawkins og tveggja ára Addyson Overgard-Eddy eftir í bílnum sínum þann 6. júní 2017.

Systurnar
Systurnar

Sótti hún þær ekki fyrr en daginn eftir og var þá hitastigið orðið hátt í 40 gráður.

Var hún því dæmd í 40 ára fangelsi fyrir þennan skelfilega glæp – að láta dætur sínar deyja hægt og rólega í sjóðheitum bíl.

Sátu systurnar hjálparlausar í bílsætum sínum eftir að móðir þeirra hafði fest þær í þeim og fór um klukkan 21 um kvöldið. Þær voru í bílnum í um 15 klukkutíma, þar til í hádeginu þann 7. júní þegar þær fundust, nær dauða en lífi vegna hitans.

 

Auglýsing

 

moðir börn

Amanda fór með dæturnar á sjúkrahús, og sagði að þær hefðu „fallið niður” þegar þær voru að lykta af blómum í garðinum.

Þær voru fluttar á annað sjúkrahús þar sem þær létust. Saksóknari sagði að móðirin hefði skilið þær vísvitandi eftir á meðan hún fór í hlöðu að reykja kannabis með vinum sínum. Dæturnar voru því algerlega hjálparlausar í bílnum.

Brynn
Brynn

Það furðulega var þó að annar aðili var í bílnum. Hinn 16 ára Kevin Frank var í bílnum og svaf þar og fór svo með Amöndu með börnin á spítalann daginn eftir.

Kevin
Kevin

Kevin, nú 18 ára, segir að hann hafi „ekki vitað að stelpurnar væru í bílnum með honum.”

Hann kom fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Hann kemur aftur fyrir dóm í janúar 2019.

 

 

Þegar stúlkurnar tvær voru fluttar á spítalann voru þær í „alvarlegu ástandi.” Amanda hafði vitneskju um að ekki væri allt í lagi í bílnum fyrir utan hlöðuna þar sem einhver sagði henni að þær væru grátandi í bílnum. Sagði hún: „Nei, þær gráta sig í svefn.”

Addyson
Addyson

Þegar hún fann stúlkurnar daginn eftir, meðvitundarlausar, baðaði hún þær fyrst áður en hún hringdi á sjúkrabíl. Hún fór ekki með þær strax því hún var „hrædd um að lenda í veseni.”

Saksóknari sagði að þetta tilfelli væri eitt það versta sem hann hefði séð vegna vanrækslu barna á allri sinni tíð.

Stúlkurnar áttu sitthvorn föðurinn, hvorugur var viðstaddur þessa nótt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!