Belgíska fyrirsætan Marisa Papens, sem sat fyrir í myndatöku í Vatíkaninu nakin berandi kross var handtekin á dögnum. Er um að ræða myndaseríu þar sem Marisa er nakin við hin ýmsu tilefni.
Myndirnar sýna Marisu meðal annars, sitja nakin á biblíum á blautu St Peters torginu og aðrar þar sem hún er bundin við kross.
Marisa hefur áður verið handtekin og sett í fangelsi eftir að hafa setið fyrir nakin í Karnak hofinu, nálægt Luxor í Egyptalandi.
Í Jerúsalem í Ísrael var hún mynduð í búrku fyrir framan Grátmúrinn og í kirkjunni Hagia Sophia lyfti hún búrkunni upp til að myndavélin gæti fangað kynfæri hennar.
Er um að ræða samstarfsverkefni fyrirsætunnar og ljósmyndarans Jesse Walker sem á gleraugnafyrirtækið ENKI en þau eru að auglýsa gleraugun í leiðinni- á þennan óvenjulega og djarfa hátt.
Í viðtali við Central European News (CEN) sagði Jesse: „Vinur minn á Bali bjó til krossinn. Það er hægt að taka hann í sundur og er hann í þremur hlutum. Kross sem er í mannsstærð og er hægt að færa um. Að komast út úr Uber var ógeðslega fyndið og bílstjórinn vissi ekki hvað átti að halda en þú veist, Ítalir eru yndislegt fólk þannig þetta var ekkert mál.“
Því miður fyrir Jesse og Marisu voru þau elt uppi af ítölsku lögreglunni sem varð vitni að myndatökunni á St Peter torginu.
Marisa segir við CEN: „Ég var hálfnuð að klæða mig í nærfötin þegar tveir lögreglubílar komu skyndilega og fjórar aðrar löggur komu hlaupandi, sveiflandi kylfunum sínum og báðu okkur um vegabréfin.“
Parið, sem hefur líkt sér við nútíma Bonny og Clyde vegna myndataknanna voru tekin á lögreglustöðina og þau yfirheyrð og sett í varðhald.
„Og þarna vorum við aftur – bakvið lás og slá í skítugum litlum klefa. Við horfðum á hvort annað og sprungum úr hlátri.“
Þau voru svo flutt í Airbnb íbúðina sína þar sem löggan fann krossinn, hempur, gerviblóð og fleira. Fyrst sýndust þeim lögreglan ætlaði að taka krossinn með sér, en þeir nenntu ekki að bera hann niður af fimmtu hæð.
Þau voru tekin aftur á lögreglustöðina en sleppt 10 tímum seinna. Jesse segir: „Við erum alveg til í þetta til að koma myndunum á framfæri, þó við þurfum að fara í fangelsi.“
Er einnig um að ræða ádeilu á trúna og umgjörðina í kringum hana, s.s. byggingar: „Þær eru drifnar áfram af peningum og eru sálarlausar.“
Þau sáu atburð þar sem Páfinn kom fram í glugga Vatíkansins á St Peters torginu: „Þar sá ég einn af mörgum betlurum, berfætt sígaunakona, afar vansköpuð. Tár láku niður andlit hennar og hún sveiflaði blautum plastbolla til að betla. Fólk með litríkar regnhlífar fór framhjá henni. Það var eins og þau sæu hana ekki.“