KVENNABLAÐIÐ

Jólasveinninn á ekki að vera karlkyns lengur heldur kvenkyns eða án kyns

Margir ímynda sér jólasveininn sem glaðan, skeggjaðan gaur sem klæðist rauðu og gefur börnum gjafir. Ný rannsókn leiðir samt í ljós að margir telja að sveinki eigi ekki að vera karlkyns lengur – það þurfi að uppfæra þetta og eigi hann annaðhvort að vera kvenkyns eða án kyns (hán).

Auglýsing

Í nýrri rannsókn GraphicSprings tóku 400 manns þátt í Bretlandi og Bandaríkjunum þátt í uppástungum á hvernig færa mætti jólasveininn í nútímalegra horf og 4000 manns tóku svo þátt í að taka afstöðu til uppástungnanna.

Auglýsing

27% fólks taldi að sveinki ætti að verða kvenkyns eða án kyns, samkvæmt 6 ABC.

Á samfélagsmiðlum hafa niðurstöðurnar auðvitað vakið upp alls konar viðbrögð – á meðan sumir segja að hugmyndin sé „fáránleg“ segja aðrir að það sé tilgangslaust að breyta einhverju um skáldaða persónu sem er ekki einu sinni til.

Skiptir það í raun og veru einhverju máli, þar sem um skáldaða persónu er að ræða, hvað sé undir rauða búningnum?

Piers Morgan hafði skoðun á þessu og sagði í þættinum Good Morning Britain: „He’s called Father Christmas! … The world’s gone nuts.“ (á ensku heitir jólasveinninn Father Christmas).

Hvað finnst þér?

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!