KVENNABLAÐIÐ

Tvær nunnur játa að hafa stolið fé úr skóla til að fara að spila fjárhættuspil í Las Vegas

Tvær nunnur sem unnu í kaþólskum skóla í Kaliforníuríki, Bandaríkjunum, hafa játað að hafa dregið að sér fé – sem samsvarar um 62 milljónum ISK. Notuðu þær féð til að spila fjárhættuspil í Las Vegas.

Auglýsing

Systur Mary Kreuper og Lana Chang stálu peningunum frá kaþólska skólanm St James í borginni Torrance, sem er nálægt Los Angeles.

Þær Mary og Lana eru bestu vinkonur og tóku peninga af reikningi sem geymdi innritunargjöld nemenda og fé sem fólk hafði gefið skólanum. Systurnar, sem eru nýfarnar á eftirlaun, hafa lýst yfir mikilli eftirsjá vegna gjörða þeirra.

Auglýsing

Mary var skólastjóri í 29 ár en Lana var kennari þar í um tvo áratugi. Eru þær taldar hafa safnað að sér peningum í heilan áratug til að eyða í ferðalög og fjárhættuspil.

Skólinn gaf út yfirlýsingu og sagði að nunnurnar hefðu lýst mikilli eftirsjá og lögreglunni hafði verið gert viðvart. Þrátt fyrir það munu þær ekki verða ákærðar. Fólki sé frjálst að biðja fyrir nunnunum og fyrirgefa þeim.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!