Kom jólasveinninn snemma í ár? Geymslutankur yfir utan verksmiðju DreiMeister í vesturhluta Þýskalands gaf sig og súkkulaði fór út um allt. Gerðist þetta í Westönnen, vestur af Dortmund.
Reiknað var með að tonn af því góða (súkkulaðinu) hafi lekið út á nálæga götu þar sem það harðnaði. Var um að ræða þykkan straum af gæðasúkkulaði.
Slökkviliðið var kallað út ásamt sérstökum ræstitæknum sem eyddu tveimur tímum í að þrífa upp skaðann og var gatan lokuð á meðan.
Segir framkvæmdastjóri fyrirtæksins að lítið tjón hafi hlotist af og munu þeir opna verksmiðjuna aftur eftir að hafa verið lokuð í einn dag. Var hann feginn að hafa ekki þurft að loka lengur, þar sem jólin eru í nánd: „Það hefði verið skelfilegt. En þetta var bara lítið, engar miklar skemmdir.”
DreiMeister er lúxus-súkkulaðiframleiðandi sem sérhæfir sig í handunnum sætindum sem eru seld til sérhæfðra dreifingaraðila.
Í fyrirtækinu vinna 130 manns að meðaltali og 50-80 manns í törnum.