KVENNABLAÐIÐ

Miðar hætta að seljast á tónleika Justins Timberlake eftir síendurteknar frestanir hans

Söngvarinn Justin Timberlake tilkynnti nú fyrir stuttu að hann myndi fresta tónleikum í desember, eftir að hafa ýtt á undan sér tónleikum síðan seint í október. Justin kennir raddböndunum um, að hann hafi farið illa með röddina og þess vegna hafi hann þurft að fresta tónleikum.

Salan á miðum hefur samt ekki gengið sem skyldi.

Auglýsing

2291 miði er enn til sölu í stúku á tónleika hans í Memphis þann 12. janúar. Þann 4. febrúar 2019 er ætlunin að halda tónleika í Winnipeg og þar eru 2179 sæti laus. 142 sæti eru laus á tónleikana í Edmonton og í Fresno þann 13 mars eru 2309 sæti laus.

Hægt er að fá miða í stæði á alla tónleikana.

Auglýsing

Þessar tölur sýna að ekki er mikill áhugi á söngvaranum miðað við aðrar stjörnur. Ariana Grande mun til að mynda syngja í Edmonton þann 25. apríl 2019 og eru 975 miðar lausir.

Justin hefur einnig lækkað verðið á miðunum – frá 95 dollurum niður í 55 dollara.

Afsökun hans á Instagram:


View this post on Instagram

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!