KVENNABLAÐIÐ

Mun Cher segja frá öllu varðandi ástarævintýri sitt með Tom Cruise?

Goðsögnin Cher mun loksins gefa út sjálfsævisögu sína en hún er orðin 72 ára. Hún hefur að undanförnu verið að vinna að endurminningunum sem koma til með að heita „Honest.“

Auglýsing

Engan skal undra ef hún talar um stutt skot sem hún átti með leikaranum Tom Cruise sem hún var að hitta á níunda áratugnum, en hún kallaði hann einn af „fimm bestu elskhugum“ sem hún hefur átt.

Hefur hún aldrei tjáð sig í smáatriðum um sambandið en trúað er að hún muni skrifa um Tom og álit hennar á honum, þar með talið hvað henni finnst um vísindakirkjuna.

Auglýsing

Þau hittust fyrst árið 1985 í brúðkaupi Sean Penn og Madonnu og fóru að hittast það ár. Það entist þó ekki lengi. Heimildarmaður á setti Top Gun 2 sagði í viðtali við Sunday Mirror að hann væri ekki par hrifinn af bókinni hennar Cher: „Allir vita að hann er ekki glaður – þetta virtist vera eldfimt umræðuefni.“

Auglýsing
Cher hefur sagt frá því í viðtölum hvernig hún og Tom áttu í einstöku sambandi: „Við vorum bæði lesblint fólk sem var boðið til Hvíta hússins. Við Tom erum bæði lesblind. Við fórum ekki að hittast fyrr en löngu seinna, en það var augljós tenging.“

Segist Cher enn vera vinkona Toms: „Samt skil ég ekki hvað hann gerir, með þessari Vísindakirkju, ég bara skil það ekki….svo ég geri það ekki.“

Aðspurð um bókina segist Cher hafa skrifað undir samning en hafi engan tímafrest: „Þetta á eftir að taka tíma því ég hef frá svo mörgu að segja. Ég gnísti tönnum út af þessu öllu því ég þarf að vera heiðarleg.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!