Litur ársins 2019 hefur verið valinn af fyrirtækinu Pantone! Living Coral er litur ársins 2019. Hefur þessi litur verið í heiðurssæti alla desembermánuði í tvo áratugi en tekið er með í reikninginn tíska, skreytingar, hönnun og menningarleg tíska og einnig „hvernig litir geta hugað að sameiginlgri reynslu okkar og tekið mið af því sem er í gangi í menningarheimu okkar þessa stundina, “ segir í tilkynningu frá Pantone.
Í ár er liturinn 16-1546 Living Coral, og telst appelsínugulur með gylltum undirtón sem endurspeglar hlýju, næringu og vernd kóralrifja í sjávarlífi.
Undirstrikar liturinn nauðyn þess að vera „jákvæður og tengja inn í líf sitt með tengingu og nánd.“
„Litur er tungumál í sjálfu sér og við sjáum það tengjast menningu,“ segir Laurie Pressman, aðstoaðrforstjóri Pantone Color Institute í viðtali við TIME varðandi litavalið: „Við sjáum að umhverfið spilar stærra hlutverk í heiminum og við lifum í hversdeginum af tveimur orsökum – önnur er hvernig við tengjumst tækninni. Af því við erum svo tengd einhverju sem er ekki raunverulegt, svo að segja, þá þurfum við að finna jafnvægi við eitthvað sem er raunverulegt og tengt því raunverulega og það gerist ekki raunverulegra en náttúran.“