Íslandsvinurinn Yoko Ono (85) er borin þungum sökum í nýrri bók Ray Connolly sem nefnist Being John Lennon: A Restless Life. Þrátt fyrir að Yoko og John muni alltaf vera minnst sem eins þekktasta pars tónlistarsögunnar segir Ray að Yoko hafi nánast verið „eltihrellir.“
Yoko og John voru gift í 11 ár og urðu tákngervingur friðarhreyfingarinnar. Núna – fjórum áratugum seinna eftir dauða Bítilsins hefur Ray Connolly varpað upp mynd sem virðist frekar…óhugnanleg.
Ray heldur því fram að Yoko hafi á mjög hörkulega sótt á John Lennon eftir að hún sá hann í fyrsta sinn á sjöunda áratugnum. Hún skrifaðu honum bréf og ferðaðist hvert sem hann fór og reyndi að hitta hann í hvert skipti.
Vildi hún, samkvæmt Ray, verða listaverkasalinn hans en um leið og hann kynntist henni varð hann brjálæðislega ástfanginn.
Yoko Ono hefur löngum sagt að hún hafi hitt John Lennon fyrir tilviljun á listaverkasýningu en Ray Connolly segir að það sé engan veginn raunin. Samkvæmt honum hafi Yoko þvingað galleríiseigandann til að bjóða John á opnunina og þegar hann lét sjá sig varð Yoko afar hamingjusöm.
Nokkrum dögum seinna eftir þetta hafði hún samband við hann til að athuga hvort hann vildi taka þátt í listaverkagjörningi, eitthvað sem hinir Bítlarnir höfnuðu.
„Frá upphafi ferils hennar skildi hún valdið í því að mynda tengsl og koma sjálfri sér á framfæri, þá aðallega að koma sjálfri sér á framfæri,“ skrifar Ray.
Næstu mánuði voru Yoko og John í bréfasambandi. Skömmu seinna varð John „heillaður“ af þessari konu sem fæddist í Tokyo og ákvað að fara frá konunni sinni og nýfæddu barni vegna hennar.
Bítlarnir – hinir hljómsveitarmeðlimirnir- voru ekki jafn heillaðir og John og kenndu henni um að Bítlarnir leystust upp. Samt sem áður ákváðu ástarfuglarnir að halda áfram sínu ástarsambandi og gengu í það heilaga árið 1969.
Allt var í góðu þar til árið 1972, þegar John og Yoko töpuðu niður ástarneistanum og söngvarinn hótaði skilnaði. Þá átti Yoko að hafa hafið „athyglissjúka“ heðgun til að halda John í lífi sínu. Það hafi í för með sér að hann fékk sér 22 ára hjákonu af asískum ættum sem Yoko er sögð hafa útvegað honum til friðþægingar.
Í mynd sem skók heiminn má sjá Lennon gera sér dælt við May Peng, stúlku sem fór frá því að vinna fyrir parið í að sofa hjá honum, samkvæmt bókinni.
Yoko er einnig ásökuð um að hafa gert John háðan heróíni. Hann varð fljótt háður þrátt fyrir reglulega neyslu á LSD og maríjúana. Hann hafði í kjölfarið ofsóknarhugmyndir um frægð Bítlanna og morðhótanir.