KVENNABLAÐIÐ

Þáttastjórnandi BBC gekk út úr stúdíóinu og tók sitt eigið líf

Vicki Arher (41) þáttastjórnandi hjá BBC í Bretlandi hengdi sig eftir að hafa komið heim úr vinnunni. Hún gekk út úr stúdíóinu í miðjum þætti og sagðist þurfa „frí“ og hún væri „í uppnámi.“

Auglýsing

Vicki var þriggja barna móðir og skilin. Hún þjáðist af þunglyndi og hafði gert tvær sjálfsvígstilraunir. Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Vicki, sem fannst látin á heimili sínu í Shrewsbury þann 6. ágúst síðastliðinn, hafi í raun tekið sitt eigið líf.

Hún fór úr vinnunni um klukkan 17 og fannst af stjúpföður sínum, Lee Holyoake, þremur tímum seinna þar sem hann hafði bankað á dyrnar lengi, án árangurs.

bbc2

Dagana áður en hún fannst látin hafði hún deilt póstum á Twitter sem snerust um innri djöfla og geðheilbrigðismál. Hún deildi einnig neyðarnúmeri Samaritans (samtök gegn sjálfsvígi) og skrifaði einnig um „skaðlegt slúður“ og lýsti því sem „eyðandi.“

 

Eins og áður sagði úrskurðaði dánardómstjóri Shropshire, John Ellery, lát Vicki sem sjálfsvíg: „Victoria gerði þetta til að hún myndi deyja. Hún ætlaði að fremja sjálfsvíg sem leiðir mig að þeirra niðurstöðu að þetta hafi verið sjálfsvíg. Þetta er hörmulegt mál fyrir fjölskylduna og samúðin hlýtur að liggja hjá börnunum hennar.“

Auglýsing

Lee, stjúpfaðir hennar, hafði ætlað að laga eldavélina hennar og var hjá húsi Vicki með konu sinni. Hann notaði stiga nágrannans til að klifra inn um opinn glugga, svefnherbergisgluggann. Sagði hann að „viðvörunarbjöllur hefðu farið að hringja“ þegar honum var sagt að hún hefði farið snemma úr vinnu og fékk enga svörun þegar hann bankaði. „Ég fann ekki lykilinn. Ég sá að glugginn var opinn hjá svefnherberginu hennar og fékk stiga að láni hjá nágrannanaum. Ég komst inn um gluggann. Ég kallaði á konuna mína til að koma og hjálpa mér. Hún sagði mér að athuga uppi á lofti. Ég fór þangað upp og sá Victoriu í horninu.“

bbc3

Hringt var umsvifalaust á lögreglu og sjúkrabíl en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Hafði Victoria bæði áfengi og lyf í blóðinu. Það var samt ekki talin ástæða þess að hún svipti sig lífi.

Hafði Vicki verið með síðdegisþátt með Adam Green síðan 2010. Henni gekk afskaplega vel í vinnunni og er fjölskyldan harmi slegin vegna andlátsins: „Við trúum því ekki enn að Vicki sé ekki hérna. Hún elskaði lífið, hún var frábær móðir og dóttir og lét alla brosa sem kynntust henni.“

Ef þú hefur áhyggjur af einhverjum eða ert sjálf/ur í sjálfsvígshugleiðingum, vinsamlega athugaðu þessa síðu. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!