Af hverju ættu foreldrar að mæta á alla íþróttaleiki barnanna sinna? Skiptir það máli? Ef eitt svar er rétt þá er það: Já.
Þegar ég var að verða fullorðin höfðu báðir foreldrar mínir krefjandi störf. Við bjuggum í úthverfi og þau unnu í borginni – mamma var fréttakona og pabbi var lögfræðingur. Þau unnu langa vinnudaga og þurftu að keyra lengi til að komast fram og til baka. Oft þegar þau komu heim þurftu þau líka að vinna þegar þau komu heim. Þrátt fyrir það fundum við systir mín aldrei fyrir því þegar við vorum yngri. Allt sem við vissum að þau voru alltaf til staðar…fyrir allt.
Alla leiki sem við spiluðum, leitaði ég að andlitum þeirra í fjöldanum. Þegar ég fann þau, vissi ég að ég skipti máli. Draumar mínir skiptu máli. Stóra íþróttin í fjölskyldunni var körfubolti. Pabbi spilaði í menntaskóla og ég næstum fór að dripla bolta um leið og ég fór að ganga. Við vorum alltaf að æfa og ég fór í körfuboltabúðir á sumrin og spilaði fyrir skólaliðið á veturnar.
Þegar ég fór í menntaskóla varð þetta mitt meginmarkmið og tók allan minn frítíma. Í þessi 15 ár sem ég spilaði komu foreldrar mínir alltaf að horfa. Á hvern einasta.
Já ég elskaði að sjá andlit þeirra í áhorfendasalnum. Ég skildi það samt ekki fyrr en ég varð eldri hversu erfitt það hlýtur að hafa verið fyrir þau að gera það. Þau hafa þurft að fara fyrr úr vinnunni, keyra lengi, berjast í gegnum snjó og vont veður og gleyma sínu stressi til að hvetja mig áfram. Sama hvað var í gangi í lífum þeirra, þau alltaf – án þess að bregðast – settu leikina okkar í forgang. Það skipti engu máli hversu mikilvægur leikurinn var. Þau voru þar.
Þegar ég horfi til baka sé ég að hafa þau alltaf að horfa á mig skipti mig meira máli en ég gæti nokkurn tímann útskýrt. Ég vildi að pabbi vissi að ég hlustaði á ráðin hans á leiðinni á æfingu. Ég vildi sýna mömmu að ég var helguð leiknum, eins mikið og ég sagði henni. Ég vildi sanna að ég væri betri en systir mín í leiknum! Afsakið, þetta var þannig. Fyrst og fremst vildi ég gera þau stolt af mér.
Þau kenndu mér að draumarnir mínir skiptu máli. Í hvert skipti sem ég skoraði eða lék góða vörn, leitaði ég að pabba til að gefa mér merki, eða mömmu að gefa frá sér óp. Í þessu, eins og öllu öðru, sýndu þau að ég gat treyst á þau. Og það hefur fylgt mér í gegnum lífið.
Ég veit alveg að enginn getur mætt á alla leiki, en foreldrar: Ef þið haldið að það sé ekkert mál að sleppa því að koma (og þó að börnin segi það líka) skiptir það miklu máli. Ef þú getur ekki komið, reyndu það samt. Ég man ekkert eftir öllum afmælisgjöfum eða eftirréttum sem ég át, en ég man mjög vel eftir pabba og mömmu í áhorfendasalnum, í jakkafötunum og vinnufötunum, að fylgjast með mér spila.
Þýtt og endursagt – höfundur Caitlyn Gallagher