KVENNABLAÐIÐ

Örvæntingarfull leit konu í skóstærð 49 að brúðarskóm

Tilvonandi brúður rataði í fréttirnar af óvenjulegri ástæðu: Hún finnur enga skó til að ganga í upp að altarinu. Hún notar nefnilega skó númer 49.

Julie Felton er frá Shrops í Bretlandi og hefur hún leitað allsstaðar að draumaparinu, án árangurs. Íhugaði hún að láta sérsmíða á sig skó, en hefur ekki efni á þeim, þar sem þeir myndu kosta sem samsvarar um 160.000 ISK. Julie, sem er tæplega 196 cm á hæð, sagði í viðtali við The Sun: „Ég held að ég sé með stærstu fætur í landinu. Einhver, einhversstaðar hlýtur að hafa hugmynd um hvernig ég get fengið fallega skó fyrir brúðkaupið mitt sem kosta ekki hálfan handlegg.“

Auglýsing

spariskor2

Ég er bara eins og hver önnur brúður – sem vill hafa allt fullkomið í brúðkaupinu og þar með talið skórnir.

Julie er lyftæknifræðingur og starfar á Royal Shrewsbury spítalanum. Hún gengur yfirleitt í karlmannaskóm. Hún fékk sjúkdóm þegar hún var yngri og hafði það áhrif á stærðina og einnig fæturnar – þeir urðu risastórir.

Auglýsing

sparisk33

Julie gifti sig áður, fyrir 24 árum, í sérsmíðuðum háhæluðum skóm. Eftir stóra daginn litaði hún þá svarta, þannig þeir eru ekki nothæfir í dag.

Unnustinn, Steve Evans er „aðeins“ 190 sentimetrar á hæð, en er afar spenntur fyrir brúðkaupinu: „Ég get ekki beðið. Ég vona bara að við finnum út úr þessu skóveseni.“

sparistk

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!