KVENNABLAÐIÐ

Vilt þú láta gott af þér leiða? Súpustofan leitar eftir sjálfboðaliðum

Súpustofan er opin öllum, þeim að kostnaðarlausu, þó sérstaklega heimilislausum eða fólki sem á í erfiðleikum vegna neyslu. Nú þurfa þau „engla“ eins og þau kalla það – hjartahlýtt fólk – til að hjálpa þeim.

suppe

Súpustofan auglýsir eftir sjálfboðaliðum, súpugerðarkonum og mönnum, hráefni í súpu, fjölskyldum sem vilja aðstoða, brosmilt og hjartahlýtt fólk. Við leitum að fólki sem vill þjóna fólki, óháð ástandi, stöðu, tekjum eða trú – þ.e.a.s. bara eins og það er.

Auglýsing

Mig langar að segja ykkur frá Súpustofunni. Hún er opin frá 18-20 á laugardagskvöldum í hliðarsal hvítu kirkjunnar í Þingholtunum, Ingólfsstræti 19, 101 Reykjavík. Þar er hægt að fá heita súpu, brauð og annað meðlæti og einnig er alltaf heitt á könnunni. Þar er hægt að koma inn, spjalla, eða ekki. Þar er hægt að sitja í rólegheitum og finna ró.

supust

Öllum er velkomið að þiggja mat í Súpustofunni. Í dag er talið að um 500-600 manns séu í daglegri neyslu. Oft hefur þetta góða fólk ekki efni á mat. Súpustofan er sérstaklega opin þeim. Í dag eru um 350 manns heimilislausir á götum borgarinngar. Á sl. árum hefur talan aukist um 90%, þeas alveg gríðarlega. Þessi Súpustofa er einnig sérstaklega opin því góða fólki sem er að leita sér að húsnæði.

supust for

Auglýsing

Í dag eru margar fjölskyldur í erfiðleikum vegna meðlima sem eru í neyslu. Ef þú átt vin eða fjölskyldu í erfiðleikum ertu hjartanlega velkomin. Á laugardaginn gætir þú mögulega glatt einhvern með því að kíkja í heimsókn í Súpustofunni og fengið þer heita súpu með okkur.

Gætir þú hugsað þér að vera sjálboðaliði í Súpustofunni? Þá skaltu vera innilega velkomin/ að hafa samband

Smelltu hér til að fara inn á Facebooksíðu Súpustofunnar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!