Eins og flestir vita hvarf Madeleine McCann frá hóteli í Portúgal árið 2007, þá þriggja ára gömul. Kate og Gerrard, foreldrar Maddiear, hafa oft þurft að þola ýmsar ógeðfelldar ásakanir, til dæmis um að þau hafi átt hlut að hvarfinu og hafi jafnvel „selt“ dóttur sína, en hún var ein á hótelherbergi þegar hún hvarf og þau voru úti að borða með vinum sínum.
Nú hafa komið upp getgátur að Madeleine hafi vaknað á hótelherberginu og orðið vör við að foreldrarnir væru ekki þar, og hún hafi farið út að leita að þeim.
Er verið að velta þessum fleti aftur upp og Operation Grange rannsakendur eru að ræða hann við lögreglumenn í Portúgal.
Þetta er einungis ein af tveimur nýjum tilgátum sem hafa komið upp og er verið að rannsaka af Scotland Yard eins og staðan er í dag. Snúast þær báðar um að Madeleine hafi farið sjálf af hótelberberginu.
Þeir sem hafa fylgst með málinu vita að endalausar tilgátur hafa komið upp varðandi hvarf hennar árið þann 3. maí árið 2007. Nú síðast var umræða um hvort drukkinn bílstjóri hefði keyrt á hana og falið líkið í kjölfarið.
Kate og Gerry McCann segja að þessi nýjasta tilgáta sé „fáránleg“ þar sem þungir hlerar hefðu verið fyrir gluggum svefnherbergjanna þar sem börnin sváfu og Maddie hefðu þurft að opna þá. Heimildarmaður fjölskyldunnar segir: „Kate og Gerry hafa alltaf sagt að dóttur þeirra hefði verið rænt og hafi aldrei bara vaknað og farið út að ráfa. Að stinga upp á því er fáránlegt. Það hefði aldrei verið mögulegt fyrir smábarn að opna þessa hlera.“
Kate McCann hefur neitað þessum ásökunum, m.a. í metsölubók sem hún skrifaði árið 2011 um hvarf dóttur hennar: „Ég hef alltaf móðgast vegna þessarar uppástungu, því hún er svo heimskuleg.“
„Auðvitað skoðar lögreglan, og er skyldug til, alla hugsanlega möguleika en það er enginn vafi í okkar huga að Madeleine fór ekki úr íbúðinni af sjálfsdáðum.“
Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að 150.000 sterlingspundum yrði varið til viðbótar í leitinni að Maddie. Scotland Yard hefur umsjón með þessum fjármunum og hefur frá upphafi fengið 11,5 milljón sterlingspunda til að leita (tæplega tveir milljarðar ISK).