Flestir eru sammála um að eitt af því besta við að fara til útlanda sé að bragða nýjan mat. Margir panta sér eitthvað nýtt af matseðli, jafnvel þó það sé afar ólkíkt því sem fólk er vant. Ein móðir var í Rússlandi og fékk afar óvenjulegan rétt á diskinn sinn…og hún hafði ekki hugmynd um hvað hún væri að snæða.
Þjónninn talaði ekki ensku þannig hún gat ekki einu sinni spurt hvað væri á disknum. Deildi þessi móðir mynd af réttinum á Mumsnet (sem er eins og breska Bland) og spurði lesendur: „Hvað í fjandanum er þetta? Þetta lítur út eins og rotta. Vinsamlega segið mér að þetta sé ekki rotta? Ég hef snætt margan framandi rétt um dagana (ég er í skrýtinni vinnu sem krefst þess) en mér finnst að rotta væri alger lágkúra. Ég er í Rússlandi og mér var gefinn þessi réttur af ráðskonu sem talar ekki ensku en mig grunar að henni líki ekkert sérstaklega vel við mig.“
Lesendur Mumsnet sögðu: „Mjög líklega nagdýr, ef horft er á lögun framfótanna. Halinn er líka þykkur, ég myndi giska á rottu.“
Annar sagði: „Lítur út eins og rotta. Halinn er mjög dularfullur. Hvar eru afturfæturnir samt?“
Konan svaraði: „Konan er ekki hér lengur, ég þarf að spyrja á morgun – veit ekki hvort hún vinnur á sunnudögum.“
Einn sagði: „Ef þú veist ekki hvað það er………ekki setja það í munninn. Það er lífsspeki sem hefur hentað mér vel.“
Sumir voru þó á því að um væri að ræða einhverskonar fugl: „Þetta er fuglategund, það sem allir eru að kalla hala er háls, ég myndi giska á dúfu eða kornhænu, hún er bara með tvær fætur.“
Hvað segir þú?