KVENNABLAÐIÐ

„Fokkaðu mömmu þinni!“

Ég. Get. Ekki. Meir. Flestir sem þekkja Gunnar Holger vita hversu góður hann er. Hann er með stórt og gott hjarta og skilur engan útundan. Ef einhver meiðir sig eða er grátandi þá er hann eiginlega alltaf fyrstur á staðinn til að athuga hvað sé að og hvernig hann geti reddað málunum.

Dagmar Ýr, móðir Gunnars Holgers, skrifar:

Í ágúst á þessu ári byrjaði hann í 1. bekk, mjög spenntur og pínu stressaður fyrir þessu stóra skrefi.
En þessi spenningur breyttist mjög fljótt í kvíða. Kvíða fyrir því að fara í skólann. Á hverjum morgni er basl að koma honum í skólann, af því að hann vill ekki fara.


Og kvöldin, fyrir svefn, fara í það að hann talar um hvort hann megi ekki vera í fríi frá skólanum daginn eftir. Á morgun verði hann sko veikur og geti ekki farið í skólann. Og ef hann segir að hann verði veikur næsta dag og kemst að því að það er fótboltaæfing þann dag, þá er hann bara veikur á meðan skólinn er, ekki þegar það er fótboltaæfing.

Af því að honum líður vel á æfingu, sem er að miklu leyti þökk sé þjálfurum hans og að hann elskar fótbolta.

dagmar22

Honum er strítt nánast á hverjum degi, annað hvort andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Hann hefur verið skorinn með blýanti hjá auganu, hent útí vegg með hausinn á undan sem olli tilheyrandi höfuðverk og flökurleika restina af deginum.

Auglýsing
Hann hefur komið heim eftir skóla og sagt mér hvað sumir eru að segja við hann.
„Fokkaðu mömmu þinni“ er eitthvað sem stendur svolítið uppúr þar sem hann talar frekar oft um það. Mjög hissa á þessu orðbragði „Mamma, þetta er svo ljótt, maður á ekki að segja svona“.

En núna í morgun gjörsamlega bugaðist ég og er búin að vera gráti nær í allan dag: „Mamma, má ég hætta við að fara í skólann? Það er alltaf verið að stríða mér.“
Við erum að tala um að jafnaldrar hans og krakkar upp í a.m.k 4. bekk eru að stríða honum.
Hvernig getur maður svarað sex ára barni þegar það spyr þessarar spurninga?!

dagmar1

Bæði kennarar og skólastjórnendur hafa gert sitt allra besta að finna lausnir á þessu og eiga þau hrós skilið fyrir það!

En þegar ástandið hefur verið svona þessa fyrstu þrjá mánuðina og verður mjög líklega svona áfram, þá verður maður ráðalaus. Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við.

En sem betur fer er Gunnar mjög sterkur. Hann er ennþá, þrátt fyrir allt, sami góði, fyndni og hjálpsami strákurinn.

Með þessum skrifum langar mig að vekja athygli á einelti. Við vitum öll hversu skaðlegt einelti getur verið. Við vitum öll hvernig getur farið fyrir þeim sem lenda í einelti.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!