KVENNABLAÐIÐ

Stelpur sem spila Fortnite – Hættið að taka við skítkasti!

Ókei, ég skrifa þetta sem foreldri krakka sem spilar Fortnite reglulega. Nafn mitt eða kyn skiptir engu máli, þar sem ég tel mig vera venjulegt foreldri, venjulegs unglings, í venjulegum samskiptum kynjanna.

Auglýsing

Unglingurinn minn er ekki haldinn fordómum gagnvart hinu kyninu, að því ég best veit. Ég er uppeldisaðili nr. 1. Ég er foreldri af hinu kyninu og tel mig hafa veitt honum „rétt“ uppeldi – þ.e. að barnið mitt/ sonur minn eigi að bera 100% virðingu gagnvart hinu kyninu, alltaf, óháð öllum aðstæðum. Við höfum rætt fram og til baka „hlutverk“ kynjanna. Hvers er ætlast til af strákum og stelpum. Hverjar gildrurnar eru. Hvernig klám og staðlaðar ímyndir/fjölmiðlar/þættir/kvikmyndur ýta undir eitthvað kjaftæði sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Einhver gamaldags „hlutverk“ sem mig langar helst að henda á brennu.

Auglýsing

Samþykki. Hvað þýðir það? Hvað hefur áhrif á samþykki? Af hverju segir fólk stundum „já“ þegar það segir „nei?“ Já, þetta hefur allt komið til umræðu. Því ég – sem foreldri – vill ala upp ábyrgt ungmenni sem skilur og kann að meta umræður þeirra sem vitið hafa meira…og hafa komið góðu til leiðar o.s.frv. o.s.frv.

Og svo…hlusta ég á unglinginn spila Fortnite á föstudagskvöldi: „Bitch!“ „Hvað ertu að segja, bitch!“ „Drop down you whore!

Og –  ég veit hann er að spila við stelpur á sama aldri. Í alvöru? Þeim finnst það kannski í lagi. Honum finnst það. Hvað með mig? Hvað með þig, sem foreldri? Hvað með stelpurnar sem eru að spila við hann? Hvort sem þú ert karlkyns eða kvenkyns? Skiptir ENGU máli!

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!