KVENNABLAÐIÐ

„Ég komst að leyndarmáli eiginmanns míns. Á ég að gera eitthvað í því?”

Umdeilt er hvort kynlífsfíkn sé „alvöru fíkn.” Þeir sem hafa lent hvað verst í framhjáhaldi makans segja þó að um fíkn hljóti að vera að ræða.

Sangita Myska hjá BBC hefur rannsakað málefnið. Hún hefur tekið viðtöl við fjölda fólks hvers líf hafa orðið fyrir afar miklum áhrifum af kynferðisheðgun makans.

Til dæmis má nefna þessa konu: Kona sem komst að því fyrir tilviljun eftir tveggja áratuga hjónaband að eiginmaðurinn lifði leyndu lífi.

Þetta er hennar saga:

Ég hélt alltaf að ég ætti í venjulegu hjónabandi. Við höfðum verið saman í nokkur ár áður en við giftum okkur og við höfðum verið gift í nokkur ár og áttum börn saman.

Maðurinn minn var farsæll í viðskiptum og ferðaðist mikið vegna vinnunnar. Ég var mikið ein að ala upp börnin en hann var alltaf heima um helgar. Ég bara gerði ráð fyrir að við ættum mjög eðlilegt samband.

Hann var alltaf glaður þegar hann var heima. Ég hafði enga hugmynd um hvað væri í gangi- bara alls ekki.

Einn daginn þurfti ég að fara á skrifstofuna okkar og ná í eitthvað á skrifborðinu hans. Tölvan hans var opin. Ég tékkaði aldrei á honum en tölvan var opin í tölvupóstinum og þá sá ég bókun fyrir hótel í London á þeim degi sem ég var að fara í frí með einhverjum vinum. Ég hugsaði: „Þetta er skrýtið, af hverju er hann með bókað hótel.” Þetta var bara skrýtið. Ég skildi það ekki.

Ég sat allan daginn og hugsaði um þetta. Seinna, þegar ég var komin upp í rúm gat ég ekki komið þessu úr hausnum á mér. Svo ég fann hjá mér hugrekki til að spyrja hann: „Af hverju ertu með hótel bókað á þessum degi?”

Hann svaraði ekki.

Þögnin sagði mér að það væri eitthvað meira að en lítið. Það var þögn í óralangan tíma. Eftir (sem mér fannst) hálftíma, kannski voru það tvær mínútur – stóð ég upp úr rúminu og sagði: „Hvað er eiginlega í gangi?”

Ég man ekki hvað hann sagði nákvæmlega. Bara að honum þætti þetta leitt og hann væri að hitta einhverja. Ég greip náttsloppinn minn og fór niður. Ég gat ekki verið í sama herbergi og hann. Og ég grét.

Auglýsing

Að lokum kom hann niður og sat andspænis mér og sagði hvað honum þætti þetta leitt. Hann sagði að hann hefði byrjað að sækja strippklúbba fyrir einhverju síðan og hafði hitt dansara þar sem hann hefði svo orðinn náinn. Hann bókaði herbergi til að hitta hana til að sækja sambandið enn frekar.

Ég spurði þá hvort þau hefðu stundað kynlíf og þá neitaði hann – sagði að um „stríðni” hefði verið að ræða en ekkert meira en það.

Auðvitað langaði mig að trúa honum. Ég var mjög örvæntingarfull að trúa þessu. Ég var í svakalegu uppnámi en einhver hluti af mér hugsaði: „Ókei, við getum unnið út úr þessu. Þetta er miðaldra maður, augnablik geðveikinnar. Við…við vinnum okkur út úr þessu.”

Þar sem vinir mínir vildu endilega að ég myndi koma og hitta þá hugsaði ég mér að ég ætti að fara í burtu í nokkra daga til að hugsa.

Ég sagði ekkert við vini mína. Ég vildi halda þessu fyrir mig. Þetta voru erfiðir dagar. Ég svaf svo illa. Gat ekkert borðað. Þegar ég horfi til baka hugsa ég um hvernig ég komst eiginlega í gegnum þessa daga.

Þegar ég kom heim áttum við miklar samræður. Ég grét mjög mikið.

Sannleikurinn er sá að mér fannst þetta allt of tilviljanakennt til að vera satt. Ég allt í einu fann einn tölvupóst um hótelbókun áður en að kynlíf átti sér stað. Það var allt of mikil tilviljun.

Auglýsing

Þannig ég þrýsti á hann að horfast í augu við mig og segja mér að hann hefði ekki stundað kynlíf með þessari konu. Hann gat það ekki. Þetta var tveimur, þremur vikum eftir að ég fann tölvupóstinn. Hann játaði svo að það hefði verið mikið kynlíf og það hefði verið í gangi í nokkrar vikur, eða nokkra mánuði.

Ég horfði á þennan mann sem ég hef þekkt í öll þessi ár og hugsaði: „Hvernig gastu verið að fela þetta? Hvernig gat ég ekki áttað mig á að eitthvað væri að?”
Ég gat ekki skilið hvernig maðurinn sem ég þekkti hafði gert það sem hann hafði gert. Hvernig hann varð flæktur í eitthvað svona, þetta var ofar mínum skilningi. Þetta var ekki maðurinn sem ég þekkti. Ekkert af þessu „meikaði sens” þannig ég fór að versla í sársauka mínum.

Ég fór síðan í gegnum alla tölvupóstana hans.

Ég fann aðrar hótelbókanir sem voru eldri en þetta sem hann sagði mér.

Eftir að hafa skoðað nokkra mánuði og allt upp í tvö ár aftur í tímann fann ég út að hann hafði ekki sagt mér satt um hversu lengi hann hefði þekkt þessa konu.

Ég var í öngum mínum. Ég sagði við hann: „Ég þarf að vita all. Ég ætla að ýta á þig því ég held ég viti ekki neitt.”

Ég hótaði að fara í bankayfirlitin hans, skoða alla tölvupósta. Ég sagðist þurfa að vita sannleikann.

Hann sagði við mig: „Ertu viss um þetta?”

Þá hugsaði ég: „Ó, guð. Það er eitthvað mikið meira.” En ég hafði samt enga hugmynd um að það sem hann hefði að segja hefði verið eins eyðileggjandi og það sem það varð.

Hann hafði verið að nota vændiskonur allt okkar hjónaband. Hann sagðist einnig horfa mikið á klám, stundum í nokkra klukkutíma. Svo sagðist hann fara á strippklúbba, kynlífsklúbba og kynlífsbíó þegar hann ferðaðist erlendis.

Ég sagði engum frá þessu. Vinir mínir tóku eftir að ég var þögulli en vanalega, en ég hafði afsökun: „Ég er svo þreytt, ég sef illa. Hlýtur að vera breytingarskeiðið.”

 

Ég skammaðist mín vegna þess sem hafði gerst. Ég hugsaði um hvað fólki myndi finnast um mig, hvað þeim myndi finnast um Dan. Ég gerði ráð fyrir að fólk myndi dæma hjónaband okkar og halda að það væri bull. Mér fannst líka eins og fólk teldi að ég hefði ekki verið nógu góð fyrir hann, ekki nógu falleg, ekki nógu sexý.

Ég hef alltaf verið staðföst kona. Neglur í hverri viku, botox. Ég er á miðjum aldri, í yfirþyngd, er að eldast en það var bara eðlilegt. En þetta. Þetta eyðilagði mig gersamlega. Ég fór að efast um að ég væri skemmtileg.

Ég fór að mála mig meira og reyndi að líta út eins vel og ég gat. Ég grenntist, það tók mig reyndar langan tíma að fara að borða yfir höfuð. Ég keypti ný föt, fór oftar í hárgreiðslu, fór oftar í botox.

Svo ég fór að trúa því að það væri eitthvað að MÉR: Mér fannst að hann þurfti hjálp, en hjálp frá mér. Ég fór í meðferðina og þá var útskýrt fyrir mér að hegðun hans væri eins og kynlífsfíkils. Ég hugsaði bara: „Vá, frábært. Merkimiði. Hann er veikur. Það er eitthvað að honum.”
ég vildi trúa honum því ég vildi líka trúa því að ég hefði ekkert með þetta að gera. Hann kom úr meðferðartíma og sagði að hann væri ekki viss um kynlífsfíknina. Hann hefði sennilega tekið rangar ákvarðanir. Mér fannst erfitt að heyra það.

 

Við fórum í hjónabandsráðgjöf. Ég man að hann sagði að lífið hefði verið öðruvísi áður en ég uppgötvaði sambandið hefði verið í dimmum göngum og nú gæti hann loks séð ljósið. Ég man eftir að hafa horft á hann og hugsað: „Það er alveg frábært fyrir þig en það er ég sem er núna í algeru myrkri. Allt núna er dimmt og óhugnanlegt, ég bý yfir leyndarmáli þar sem ég get ekki sagt neinum hvað er í gangi.” Og mér fannst það svo ósanngjarnt.

 

Ég vildi ekki segja fólki frá því ég vildi ekki að það myndi dæma mig. T.d. var ég að hrofa á Ryder Cup og vildi ekki segja fólki frá Tiger Woods með kærustunni sinni og þá myndi fólk halda að hún væri „dyramotta” – „Æ, aumingja konan, hún er dyramotta. Hann valtar ábyggilega yfir hana. Þú veist, hann er kynlífsfíkill og hann ber enga virðingu fyrir konum.” Fólk dæmir fólk. Það telur sig vita hlutina.

Samt sem áður er hjónabandið betra en það var, sem hljómar klikkað þar sem við vorum mánuðum saman í ráðgjöf. Við erum opnari við hvort annað. Við tölum meira saman og tölum um tilfinningar, ekki bara um hvað við höfum verið að gera eða erum að fara að gera. Við í raun tölum um tilfinningar, þessar góðu og þessar slæmu.

Það eru ýmis tilefni sem láta mér líða illa og ég er lítil í mér. Við erum samt á sama „leveli.”

Get ég fyrirgefið honum? Ég hef talað um það við ráðgjafana mína og ég veit eiginlega ekki hvað fyrirgefning er. Ég held ég geti ekki fyrirgefið honum fyrir þær raunir sem hann hefur skapað mér en ég vil vera með honum og ég elska hann. Og lífið er gott með honum. Er það fyrirgefning? Ég veit það ekki.

Ég held að við séum góð saman, þegar allt kemur til alls. Við erum góðir vinir og hann segist enn elska mig, hann hafi alltaf elskað mig.

Ég myndi líka hata ef krakkarnir myndu vita þetta. Þau myndu missa alla virðingu fyrir föður sínum. Fjölskylda mín elskar eiginmann minn. Ef þú myndir hitta hann myndirðu aldrei trúa þessu.

Hann er bara ekki einhver sem gæti gert eitthvað svona.

Hann er síðasta manneskjan sem myndi gera eitthvað svona.

Heimild: BBC Magazine

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!