KVENNABLAÐIÐ

Myrti elskhuga sinn og át hann

Marokkósk kona hefur verið ásökuð um að myrða elskhuga sinn og matreiða leifar hans til pakistanskra verkamanna í sameinuðu arabísku furstadæmunum, segja saksóknarar.

Auglýsing

Konan myrti kærastann sinn fyrir þremur mánuðum en komst ekki upp fyrr en nú á dögunum þegar tönn fannst í blandaranum hennar. Hún hefur játað glæpinn og kallaði hann „augnablik geðshræringar,“ samkvæmt dagblaðinu The National.

Konan sem er á fertugsaldi er í haldi lögreglu til réttarhalda.

Hún hafði verið í sambandi með fórnarlambinu í sjö ár. Hún gekk af honum dauðum þegar hann sagði henni að hann ætlaði að ganga að eiga aðra marokkóska konu.

Auglýsing

Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig maðurinn var myrtur en segir að kærastan hafi matreitt jarðneskar leifar hans í hefðbundnum hrísgrjóna-og kjötrétti og gaf pakistönskum verkamönnum í matinn.

Bróðir fórnarlambsins fór að leita að honum í borginni Al Ain sem er á landamærum Oman. Þar fann hann tönnina í blandaranum.

Fyrst sagði konan bróðurnum að hún hafði sparkað hinum út úr húsinu. En síðar við yfirheyrslur brotnaði hún saman og játaði á sig morðið.

Einnig sagði hún að hún hefði fengið einhvern til að hjálpa sér að þrífa húsið eftir morðið.

Hún hefur nú verið send til geðdeildar til mats um hvort hún sé sakhæf.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!