KVENNABLAÐIÐ

Sviku út 50 milljónir í gegnum Go Fund Me fyrir „heimilislausan“ mann

Bandaríska fjáröflunarsíðan GoFundMe gerir fólki kleift að auglýsa góðgerðarefni og er fólki frjálst að gefa í safnanir. Mikla athygli vakti þegar Kate McClure og Mark D’Amico náðu að safna sem samsvarar 400,000 dollurum (um 50 milljónir ISK) fyrir fyrrum sjóliðann og heimilislausa manninn Johnny Bobbitt. Í ágústmánuði á þessu ári fór svo Johnny í mál við parið og sagðist ekki hafa fengið sinn skerf af peningunum. Nú segja saksóknarar þó að Johnny hafi verið meira inn í málunum en hann sagðist vera og hann sé meðsekur í málinu.

Auglýsing

Öll þrjú hafa fengið á sig sömu ákæru.

Á þriðjudag fór fram blaðamannafundur í New Jersay, þar sem sagan var kölluð „fake feel good story.“ Var sagt að herferðin hafi verið byggð á lygi og var í undirbúningi í mánuð áður en henni var hrundið af stað.

 

Notaði parið söguna að Johnny hefði notað „síðustu 20 dollarana sína“ til að hjálpa Kate þegar bíllinn hennar bilaði árið 2017.

Auglýsing

Johnny er enn í haldi lögreglu en parið Kate og Mark munu mæta fyrir dómara þann 24. desember næstkomandi. Lögfræðingur þeirra hefur neitað að gefa út yfirlýsingu.

Verði þau fundin sek gætu þau þurft að sitja inni í fimm til 10 ár.

Hvernig var upprunalega sagan?

Fólkið komst í fréttirnar í nóvember árið 2017 þegar Kate hóf söfnun á Go Fund Me, og sagði hún að það væri til að „borga heimilislausa manninum til baka“ þegar hann hjálpaði henni þegar bíll hennar varð bensínlaus á þjóðvegi.

Myndin sem notuð var
Myndin sem notuð var

Mynd af þeim á veginum var á forsíðu söfnunarinnar og meira en 14.000 manns gáfu fé, enda um hjartnæma sögu að ræða, s.s. að Johnny hafi ráðlagt Kate að læsa dyrunum á meðan hann fór að sækja bensínið.

Myndin var sviðsett og fór svo sambandið súrnandi þegar Johnny sagði parið hafa svikið hann um skerf af peningunum og þau hafi verið að nota hann sem „sparibaukinn“ sinn til að lifa hátt.

Kate og Mark notuðu peninginn til að kaupa bíl, fara í frí, kaupa handtöskur og í fjárhættuspil. Þau notuðu 367.000 dollara, en Johnny fékk 75.000 dollara.

Í yfirlýsingu á CNN sagðist talsmaður Go Fund Me greiða öllum þeim sem lögðu málefninu lið til baka.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!