Olíuveldið Venezuela í Suður-Ameríku er á barmi algerrar hörmunga, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Sár fátækt hefur aukist um 40% og dauðsföllum barna vegna hungurs hefur fjölgað mjög. Milljónir hafa flúið landið undanfarin tvö ár. Margir innan og utan landsins kenna forsetanum Nicolas Maduro um, en stuðningsmenn benda á að það sé mörgum öðrum einnig um að kenna, svo sem Bandaríkjunum sem hafa beitt landið refsiaðgerðum.
Mæður og börn hafa það einna verst í landinu eins og sjá má af meðfylgjandi myndskeiði úr höfuðboginni Caracas.
Auglýsing
Hér fyrir neðan má sjá frétt BBC um málið: