Stan Lee er látinn, 95 ára að aldri. Hann kvaddi þennan heim snemma í morgun á heimili sínu í Hollywood Hills, samkvæmt TMZ. Sjúkrabíll var kallaður að heimili hans og var farið með hann í flýti til Cedars-Sinai sjúkrahússins þar sem hann lést. Stan hafði átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða, svo sem slæmt tilfelli af lungnabólgu fyrr á þessu ári og átti hann einnig erfitt með sjón.
Hann var þekktastur fyrir að hafa skapað margar frægustu persónur Marvel Comics, s.s. Spider-Man, Iron Man, X-Men og The Incredible Hulk. Honum brá alltaf fyrir í kvikmyndum sem byggðar voru á bókum hans.
Stan stofnaði Marvel ásamt Jack Kirby árið 1961. Samband hans við Marvel varð brothætt þegar farið var á fullt í Hollywoodmyndir. Fór hann í mál við fyrirtækið árið 2002 þar sem hann taldi sig eiga inni höfundarréttarlaun fyrir fyrstu myndina um Spider-Man. Þremur árum seinna sættist hann á 10 milljónir í bætur.
Stan skilur eftir sig dótturina Joan, en kona hans til 69 ára, einnig nefnd Joan, lést árið 2017.
Joan, dóttir hans, sagði: „Faðir minn elskaði alla aðdáendur sína. Hann var bestur, mjög almennilegur maður.“