Gerard Butler, Miley Cyrus, Camille Grammer og Robin Thicke eru ein af þeim sem hafa þurft að horfa upp á eignir sínar brenna í skelfilegum skógareldum í Kaliforníuríki. 170.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín í Los Angeles en um tvo stóra elda er að ræða.

Fyrrnefndar stjörnur hafa misst heimili sín og fjöldi hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna, s.s. Kardashian systurnar,Lady Gaga, Will Smith og Simon Cowell.

Rauð viðvörun er í gangi fyrir Ventura og Los Angeles og geisa einnig miklir vindar sem eru óhagstæðir.

31 hefur látist vegna eldanna í Kaliforníu, flestir þó í bænum Paradise. Er um að ræða mannskæðustu skógarelda í sögu ríkisins.