KVENNABLAÐIÐ

Hafði ekki efni á hjólastól fyrir fatlaðan son sinn og tók líf þeirra beggja

Einhleyp, þrítug móðir fannst látin við hlið 13 ára sonar síns á dögunum. Drengurinn hennar hafði heilaskemmdir og var alvarlega fatlaður. Hafði hún hugsað um hann alla tíð. Elena hafði ekki efni á hjólastól fyrir hann þannig hún þurfti að bera hann hvert sem þau fóru.

Auglýsing

Talið er að Elena Oldenburg hafi tekið líf þeirra beggja, hennar og Misha (13) með því að stökkva ofan af níundu hæð byggingar í Tolyatti í Rússlandi. Var hún orðin örþreytt því hún fékk enga aðstoð og hafði hún ekki efni á hjólastól. Er talið að hún hafi hreinlega gefist upp vegna ómögulegra aðstæðna.

Elena og Misha
Elena og Misha

Líkin fundust á jörðunni, en nágrannar komu að þeim.

Auglýsing

Nágranni sagði í viðtali við fjölmiðla um þetta skelfilega atvik: „Hún átti engan hjólastól og þurfti að bera Misha allt. Hún var alltaf að faðma hann og öskraði aldrei á hann. Hún kvartaði aldrei yfir neinu en ég held að hún hafi ekki þolað þessa byrði lengur. Hún var einhleyp og var bara uppgefin.“

Kona í matvöruverslun var ein sú síðasta að sjá Elenu á lífi: „Hún var að kaupa mat fyrr þennan daginn. Hún var í uppnámi vegna einhvers. Um kvöldið sá ég sjúkrabíl hjá húsinu hennar og svo heyrði ég fréttirnar.“

Samkvæmt fjölmilum átti Elena enga nána vini og bjó ein með syni sínum. Lögreglan hefur nú málið til rannsóknar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!