Typpa-fyllingarefni sem ætluð eru til að stækka getnaðarlim karlmanna eru nú að verða æ vinsælli, samkvæmt lýtalæknum og lýtaaðgerðastofum. Þrátt fyrir það eru ýmsar hættur sem fylgja slíkum aðgerðum.
Auglýsing
Tveir menn segja hér BBC af hverju þeir skammast sín ekki neitt fyrir að fá sér slíkar fyllingar. Í liminn er sprautað hýalúronsýru og er þetta ekki í raun skurðaðgerð heldur er gert á sérstakri stofu. Skiptið kostar um hálfa milljón ISK og breikkar limurinn um einn til tvo sentimetra – fer eftir magninu sem sprautað er. Fyllingin heldur í um 18 mánuði.
Auglýsing
Hér að neðan má sjá viðtal við mennina: