KVENNABLAÐIÐ

Michelle Obama missti fóstur og eignaðist dætur sínar með hjálp tæknifrjóvgunar

Fyrrum forsetafrúin Michelle Obama (54) átti átta dásamleg ár í Hvíta húsinu með eiginmanni sínum Barack (57) og dætrunum Malia (20) og Sasha (17). Þrátt fyrir að fjölskyldan sýnist vera hin fullkomna var ekki alltaf auðvelt hjá þeim hjónum. Í endurminningabók Michelle „Becoming“ lýsir Michelle því hvernig hún missti fóstur fyrir tveimur áratugum og þurfti að undirgangast tæknifróvgun til að geta stúlkurnar með Barack.

Auglýsing

„Mér fannst sem mér hefði mistekist því ég vissi ekki hversu algeng fósturlát væru því við ræðum þau ekki,“ sagði hún í kynningu á bókinni í þættinum Good Morning America. „Við sitjum í eigin sársauka og höldum einhvernveginn að við séum brotin.“

Auglýsing

Michelle opnaði sig um nauðsyn þess að tala um líkama kvenna og að fræðast um ferli getnaðar: „Það er ein ástæða þess af hverju mér finnst mikilvægt að tala við ungar mæður um þá staðreynd að fósturlát eiga sér stað.“

Hún bætti svo við að þegar hún var 34 eða 35 ára „urðu“ hún og Barack að fara í tæknifrjóvgun til að geta stúlkurnar Malia og Sasha. Þau kusu að halda því leyndu en þegar hún horfir á kraftmikla femínista óskar hún þess að hún hefði talað um það fyrr: „Ég held að það versta sem við gerum sem konur er að sitja bara og tala ekki um líkamsstarfsemi okkar,“ sagði Michelle einnig í viðtalinu.

Hér má sjá Rachel Ray og Robin Roberts ræða málið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!