Fólk stendur á öndinni yfir ósvífni ungrar konu sem birti mynd af trúlofunarhringnum sem kærastinn hafði fjárfest í – áður en hann var búinn að biðja hennar. Birti hún mynd af honum og sagði að hún væri engan veginn sátt við hann.
Samfélagsmiðlanotendur settu athugasemdir við myndina og sumir gengu svo langt að kalla hana tík (e. bitch). Aumingja maðurinn hélt hann væri í góðum málum og valdi hring handa tilvonandi eiginkonu sinni. Hún var þó ekki sammála. Fór hún beint á Facebook og hraunaði yfir val hans á trúlofunarhring sem hún hafði fundið í náttborðinu hans.
Sagði hún: „Ewwwww. Self shame Friday here I come. Found this in the BF’s nightstand. Not a fan. Please roast and then tell me how to tactfully say no you need to go get something different.“
Með öðrum orðum var hún að biðja um ráð um hvernig hún ætti að neita hringnum og reyna að fá einhvern annan. Einn svaraði: „Þvílík tík.“ Annar sagði: „Þetta er það sorglegasta sem ég hef séð. Annað ef þú værir að tala um einhvern ókunnugan, en þú ert að tala um einhvern sem elskar þig skilyrðislaust og þú hegðar þér eins og gullgrafari. Bara sorglegt.“
Sá þriðji sagði: „Ef hún segir nei er það besta sem getur komið fyrir þennan sem ætlar að biðja hennar.“
Hvað finnst þér?