KVENNABLAÐIÐ

Íslendingar sem látist hafa af völdum lyfseðilskyldra lyfja eða fíkniefnum eru of margir: Myndband

Minningarsjóður Einars Darra birti sláandi myndband með mörgum einstaklingum sem hafa látist vegna eða í tengslum við fíkniefni eða lyfseðilsskyld lyf.

Auglýsing

Er sagt við myndbandið á Facebook að þau þakki öllum aðstandendum sem tóku þátt í verkefninu með því að leyfa birtingu myndar af ástvini.

Bak við hverja dánartölu er einstaklingur sem var og verður ávallt elskaður og dáður af fjölda manns, fráfall þeirra veldur þeim öllum gnístandi sorg ❤

Í myndbandi þessu koma upp myndir sem sýna einungis brota brot af þeim einstaklingum sem látið hafa lífið á einn eða annan hátt í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum. Lyfjaeitranir eru fleiri, sjálfsvígin eru fleiri, bílsslysin eru fleiri og svona mætti því miður lengi telja.

Auglýsing

Það er löngu komin tími á að við tökum höndum saman, valdeflum okkur öll-  unga sem aldna –  með fræðslu og forvörnum, heiðrum og minnumst þeirra sem hafa látið lífið, styðjum þá sem þurfa aðstoð, stöndum með þeim sem berjast í bata sínum á hverjum degi og spornum við því að fleiri einstaklingar fari frá okkur allt of snemma. Þetta varðar okkur öll ❤“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!