KVENNABLAÐIÐ

Mac Miller lést af völdum kókaíns og fentanyls

Rapparinn Mac Miller, fyrrverandi kærasti Ariönu Grande, lést eins og kunnugt er í septembermánuði þessa árs. Nú hefur verið gefin út krufningarskýrsla sem varpar ljósi á hvað gerðist þennan örlagaríka dag.

Auglýsing

Aðstoðarmaður Macs fann hann látinn á rúmi sínu í „bænastöðu“ – hann kraup með andlitið á hnjánum. Sagði hann í símtali við 911 að hann væri „blár.“

Það var skurður á nefi hans og blóð hafði vætlað út um aðra nösina.

Tóm áfengisflaska var á náttborði hans, nærri líkinu og pilluglas með lyfseðilsskyldum lyfjum var á baðherberginu. Lögreglan fann 20 dollara seðil með hvítu dufti á í hægri vasa Macs.

Húsið þar sem hann lést
Húsið þar sem hann lést
Auglýsing

Ekki var nægilegt magn af fíkniefnum til að drepa hann, en er talið að blanda af öllu hafi gert útslagið. Áfengi, kókaín og fentanyl (sem er 500 sinnum sterkara en heróín).

Dánardómstjóri úrskurðaði látið óhapp.

Auglýsing

Mac hafði átt við fíknivanda að stríða um árabil og var það ástæða þess að Ariana hætti með honum. Dauði hans hafði mikil áhrif á hana og hætti hún með þáverandi kærasta, Pete Davidson og sleit trúlofuninni út af álagi.

Í maí var hann handtekinn eftir að hafa flúið af vettvangi eftir ölvunarakstur og eyðilagði hann G-Wagoninn sinn. Mældist hann tvöfalt yfir mörkunum. Ariana tvítaði í kjölfarið „Pls take care of yourself“  og sýndi því greinilega að henni var annt um edrúmennsku hans.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!