Þann 19 október síðastliðinn fór stúdína í Bedfordshire í Bretlandi í tíma í augnháralengingar á stofu sem hún hafði aldrei farið á áður. Vildi hún fá tímabundna, varanlega augnháralengingu (sem dugar í einhverjar vikur). Meðan ásetningunni stóð fann hún fyrir bruna og eftir meðferðina gat hún ekkert séð í tvo tíma.
„Þegar hún var að byrja fann ég fyrir miklum sting í augunum,“ sagði Megan Rixon í viðtali við Buzzfeed News. „Hún sagði mér að hafa ekki áhyggjur, þetta væri eðlilegt og bað mig að halda augunum opnum. Bruninn var óbærilegur og augun lokuðust sjálfkrafa en hún hélt áfram að segja mér að halda þeim opnum. Þegar hún var búin, settist ég upp á bekknum og gat ekki opnað augun. Ég sagði þeim að þetta væri ekki eðlilegt en þær héldu áfram að segja að þetta væri eðlilegt.“
Girls be very very careful where you get your eyelashes done!!I got my individuals done today somewhere new and it turns out they used nail glue on my lashes. I genuinely lost my sight for 2 hours. Thankfully the swelling has gone down, but there still very sore. Be careful? pic.twitter.com/NmsFr9QSbk
— Megan Rixson (@MeganRixson) October 19, 2018
Samkvæmt Daily Mail fór hún síðar um daginn aftur á stofuna til að fá frekari upplýsingar. „Þegar kærastinn minn spurði hvaða lím hefði verið notað, hefði önnur kona á snyrtistofunni sagt: „Þetta er fyrir neglur!“ Megan sagðist vera að lagast í augunum en þau væri „viðkvæm og rauð.“
Sem betur fer var skaðinn ekki varanlegur fyrir Megan en hennar saga segir okkur margt. Ef þú ætlar að fá þér augnháralengingar, taktu þér tíma, skoðaðu umsagnir um stofuna og athugaðu vörurnar sem snyrtifræðingurinn ætlar að nota. Það er ekki óvitlaust að fá að prófa smá dropa af lími á húðina til að athuga hvort þú sért með ofnæmi fyrir því.