Hver eru mörkin þegar kemur að kynlífi? Þátturinn Allir krakkar verður á dagskrá RÚV í kvöld, 1. nóvember og er umfjöllunarefnið kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi. Lögð er áhersla á að fræða ungt fólk um samþykki og mörk.
Auglýsing
Samtökin Stígamót koma að gerð þáttarins og tengist það fjáröflunarátaki en verið er að safna fyrir forvarnarstarfi samtakanna.
Auglýsing
Í þættinum verður rætt við brotaþola kynferðisofbeldis í unglingasamböndum, sem og fólk sem starfar með ungu fólki að fræðslu um þessi mikilvægu málefni. Ungmenni eru hvött til að horfa á þáttinn sem og foreldrar og forráðamenn barna og unglinga.