Að giftast inn í konunglega fjölskyldu hefur ýmislegt í för með sér, svo sem fórnir og skyldur. Þú kveður venjulegt líf og getur ekki bara skottast í Kringluna þegar þér hentar. Líklegra er að þú takir þyrluna en strætóinn. Ókei, þetta síðasta telst kannski ekki fórn!
William Bretaprins gerði líf konu sinnar Kate Middleton mun auðveldara þegar hún giftist inn í fjölskylduna – með því að lofa henni dálitlu sem hann hefur haldið enn þann dag í dag.
Samkvæmt heimildum úr höllinni lofaði William áður en þau giftu sig að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vanrækja fjölskyldu sína þegar hún flytti í höllina.
Í heimildarmyndinni Kate Middleton: Working Class to Windsor, segir Katie Nicholl frá Vanity Fair að með þessu hafi Kate og Will brotið hefðir: „Um leið og þú giftist inn í konungsfjölskylduna verðurðu Windsor og það er bara þannig. Það var öðruvísi þegar þau gengu í það heilaga. Þegar William bað Kate var hann mjög skýr – hún þyrfti ekki að skilja fjölskyldu sína eftir þegar hún giftist inn í fjölskyldu hans.“
Katie heldur áfram: „Hann lofaði henni að þau myndu alltaf tilheyra báðum fjölskyldum og það hafa þau gert. Hvort sem það er að fylgja drottningunni til Ascot eða á stórhátíðum eða afmælum þá er fjölskylda hennar þar.“
Pippa Middleton, systir Kate, giftist James Matthews í maí 2017 og eru oftar en ekki með Will og Kate, Harry og Megha.
Líklegt þykir að móðir Meghan, Doria Ragland, muni verða í sömu stöðu. Í opinberu giftingarmyndum þeirra Harry var hún þeim við hlið. Annað gildir þó um föður Meghan og hálfsystur, Samönthu.