Einkaþjálfari sem hafði að markmiði að hindra 27 ára viðskiptavin frá því að „éta sig til dauða“ hefur verið að dreifa plakötum á skyndibitastaði við nágrenni heimili hans í þeirri von að þeir neiti að afgreiða hann.
Á hverju ári tekur Mike Hind, einkaþjálfari frá Middlesbrough í Bretlandi, að sér viðskiptavini án endurgjalds til að reyna að snúa lífi þeirra við í heilt ár. Mike var tilnefndur besti einkaþjálfari í Bretlandi í fyrra, þannig hann fær afskaplega margar umsóknir á ári hverju.
Í ár kaus hann 27 ára mann að nafni Dibsy sem vóg 254 kíló. Hann er nýlega greindur með hjartavanda sem lét hann dveljast á spítala í viku. Læknirinn var mjög skýr í greiningu sinni: Megrun eða dauði. Eftir að Mike heyrði þessa sögu ákvað hann að taka Dibsy undir sinn verndarvæng í heilt ár. Eitt af því fyrsta sem hann gerði var að fá hann bannaðan á veitingastöðum.
„Næstu sex eða sjö vikur verða erfiðar fyrir Dibsy,“ sagði einkaþjálfarinn. „Ég vil að hann komi til mín til að fá ráð og stuðning – hann er vanur að snúa sér að skyndibitastöðum.“ Plakötin voru með myndum af Mike og Dibsy sem á stóð: „Bjargið Dibsy, offita er að drepa hann“ og einnig „Ekki afgreiða þennan mann“ og var þeim dreift á helstu skyndibitastaði í Middlesborough.
Í staðinn fær Dibsy að borða frítt á heilsustöðum Mike Hind.
Dibsy innbyrgði 11.ooo hitaeiningar á dag og var einn hans helsti veikleiki vinsælasti réttur Middlesbrough: Parmo, sem er svínakjöt í brauði ásamt béchamel sósu og osti.
Hér geturðu séð Dibsy:
Í dag borðar hann 3500 hitaeiningar á dag og brennir 2000 þökk sé æfingaprógrammi Mikes. „Hann er of stór fyrir venjulega líkamsræktarstöð þannig við þurftum að finna eitthvað annað,“ sagði Mike við The Sun: „Við vinnum með það sem við höfum án þess að hann reyni of mikið á liðina.“
Dibsy var aldrei grannur en fór að fitna allískyggilega á táningsárum. Faðir hans lést þegar hann var 18 og í vanlíðan sinni fór hann að borða enn meira og í dag hefur þyngd hans þannig áhrif að hann lifir ekki venjulegu lífi. Hann er einhleypur, atvinnulaus, þarf sérsaumuð föt og þarf að bóka tvö flugsæti þegar hann ferðast.