KVENNABLAÐIÐ

Einkaþjálfari fékk viðskiptavin í ofþyngd BANNAÐAN á skyndibitastöðum

Einkaþjálfari sem hafði að markmiði að hindra 27 ára viðskiptavin frá því að „éta sig til dauða“ hefur verið að dreifa plakötum á skyndibitastaði við nágrenni heimili hans í þeirri von að þeir neiti að afgreiða hann.

Auglýsing

Á hverju ári tekur Mike Hind, einkaþjálfari frá Middlesbrough í Bretlandi, að sér viðskiptavini án endurgjalds til að reyna að snúa lífi þeirra við í heilt ár. Mike var tilnefndur besti einkaþjálfari í Bretlandi í fyrra, þannig hann fær afskaplega margar umsóknir á ári hverju.

Í ár kaus hann 27 ára mann að nafni Dibsy sem vóg 254 kíló. Hann er nýlega greindur með hjartavanda sem lét hann dveljast á spítala í viku. Læknirinn var mjög skýr í greiningu sinni: Megrun eða dauði. Eftir að Mike heyrði þessa sögu ákvað hann að taka Dibsy undir sinn verndarvæng í heilt ár. Eitt af því fyrsta sem hann gerði var að fá hann bannaðan á veitingastöðum.

Auglýsing

„Næstu sex eða sjö vikur verða erfiðar fyrir Dibsy,“ sagði einkaþjálfarinn. „Ég vil að hann komi til mín til að fá ráð og stuðning – hann er vanur að snúa sér að skyndibitastöðum.“ Plakötin voru með myndum af Mike og Dibsy sem á stóð: „Bjargið Dibsy, offita er að drepa hann“ og einnig „Ekki afgreiða þennan mann“ og var þeim dreift á helstu skyndibitastaði í Middlesborough.

 


View this post on Instagram

? WOW….. JUST WOW ? That smile is the BIGGEST Reward a coaches could ask for… Tbe right is 19 days ago and 20kg heavier, the left is now, money couldn’t buy that happiness and the health coming his way… @dibsymcclintocknew you are inspiring people around the world, you are living proof there is light at the end of the tunnel. Most of all you are the reason that I personally do the job I do and love every minute of it… Dibsy eats ever Meal From @macrobaseddiner where his meals are all fully tailored to his needs. #TeamMas #gymtime #weightloss #fitspiration #cardio #fitfam #fitspo #fitness #exercise #weightraining #training #weightlossjourney #strong #lift #weights #weightlosstransformation #squad #transformation #personaltrainer #coach #celeb #inspirational #goals #PT

A post shared by Mike Hind (@mikehindfitness) on

Í staðinn fær Dibsy að borða frítt á heilsustöðum Mike Hind.

Dibsy innbyrgði 11.ooo hitaeiningar á dag og var einn hans helsti veikleiki vinsælasti réttur Middlesbrough: Parmo, sem er svínakjöt í brauði ásamt béchamel sósu og osti.

Hér geturðu séð Dibsy: 

Í dag borðar hann 3500 hitaeiningar á dag og brennir 2000 þökk sé æfingaprógrammi Mikes. „Hann er of stór fyrir venjulega líkamsræktarstöð þannig við þurftum að finna eitthvað annað,“ sagði Mike við The Sun: „Við vinnum með það sem við höfum án þess að hann reyni of mikið á liðina.“

Dibsy var aldrei grannur en fór að fitna allískyggilega á táningsárum. Faðir hans lést þegar hann var 18 og í vanlíðan sinni fór hann að borða enn meira og í dag hefur þyngd hans þannig áhrif að hann lifir ekki venjulegu lífi. Hann er einhleypur, atvinnulaus, þarf sérsaumuð föt og þarf að bóka tvö flugsæti þegar hann ferðast.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!