KVENNABLAÐIÐ

Eiturlyfjafaraldurinn í Bandaríkjunum er ekki í rénun: Myndband

Á 11 mínútna fresti deyr einstaklingur í Bandaríkjunum af völdum ofskammts af morfínsskyldum efnum. Nú er algengara að Bandaríkjamenn undir fimmtugu deyi af völdum of stórs skammts en í bílslysi eða skotárás. Meira en 70.000 manns létust af þeim völdum árið 2017. Ópíóðum og ólöglegu fentanyli (sem er 50 sinnum sterkara en heróín) er um að kenna og er nú stærsta heilbrigðisógnin í sögu Bandaríkjanna.

Auglýsing

I-95 er milliríkjaþjóðvegur sem liggur milli Flórída og Maine og er alræmdur fyrir eiturlyfjanotkun. BBC fór á stúfana til að hitta fólk sem kom fram í heimildarþætti þeirra fyrir tveimur árum síðan.

Auglýsing

Við vörum við myndskeiði þessu sem og málfari.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!