Ótrúlegt en satt – það eru heil 25 ár síðan kvikmyndin vinsæla, Mrs Doubtfire, var frumsýnd! Leikarinn Pierce Brosnan sem lék „stjúpföður“ krakkanna í myndinni hitti þau Matthew Lawrence (38), Mara Wilson (31) og Lisu Jakub (39) af því tilefni. Endurfundirnir hafa verið ljúfsárir þar sem auðvitað vantaði Robin Williams sem lést af völdum sjálfsvígs árið 2014. Sally Field var ekki með heldur.
Krakkarnir…sem eru engin börn lengur komu saman í einni stærstu gamanmynd tíunda áratugarins og lék Robin einn æðislegasta karakter sem fyrirfinnst í gamanmynd fyrr og síðar. Robin lék Daniel Hillard, gamla skoska barnfóstru sem giftur var Miröndu og áttu þau þessi þrjú börn. Miranda (Sally Field) skildi svo við hann og takmarkaði umgengni við börnin. Pierce lék Stu sem fór svo að hitta Miröndu.
Póstuðu þau þessum krúttlegu myndum á samfélagsmiðla með yfirskriftinni: „Svo, þetta var að gerast. #mrsdoubtfire #reunion #25yearslater.“