Jamie Lee Curtis (59), sem þekktust er úr kvikmyndunum A Fish Called Wanda og True Lies, hefur nú játað afar stormasamt tímabil í lífi hennar. Á níunad áratugnum var hún háð morfínsskyldum lyfjum og var hún á þeim stað í áratug: „Ég var á undan þeirri holskeflu sem er í gangi núna,“ sagði hún í viðtali við People. „Ég var í þessu í tíu ár, stelandi, svíkjandi. Enginn vissi það. Enginn.“
Árið 1989 var verkjalyfum ávísað á hana í kjölfar lítillar lýtaaðgerðar á augum. Lyfið hjálpaði henni fyrst, en svo varð hún háð því og fór að stela lyfjum frá vinum og fjölskyldu – meira að segja frá systur sinni Kelly Curtis, sem var sú fyrsta til að átta sig á fíkn hennar, níu árum síðar.
Árið 1999 kom Jamie hreint fram við eiginmann sinn til margra ára, Christopher Guest, en þau eru enn gift í dag. Hún fór á fund, hafandi leynt vandanum í áratug, einnig fyrir börnum sínum Annie Guest (31) og Thomas Guest (22).
Leikkonan sem hefur verið edrú í 20 ár, sagði að fara í meðferð væri erfitt út af því orðspori sem færi af fíklum og sérstaklega þeim sem háðir væru þessum efnum. Að verða edrú hafi þó verið hennar helsti sigur:
„Ég er að brjóta mynstur sem hefur í raun eyðilagt líf kynslóða í fjölskyldunni minni. Að verða edrú er það magnaðasta sem ég hef gert…það er stærra en eiginmaðurinn, börnin mín og stærra en öll vinna, frami, allt saman.“
Fjölskylda Jamie hefur átt við sína djöfla að etja. Bróðir hennar frægi, Tony Curtis, var þekktur alkóhólisti og heróínfíkill og einnig bróðir hennar Nicholas Curtis. Þeir eru báðir fallnir frá.