KVENNABLAÐIÐ

Setti heimsmet með því að syngja hæstu nótu sem karlmaður hefur náð

Xiao Lung Wang, ungur kínverskur maður, komst í heimsmetabók Guinness með því að hitta „hæstu nótu sem karlmaður hefur náð“ en við vörum fólk við að hlusta hátt, sérstaklega með heyrnartól. Án gríns, settu hundinn líka í annað herbergi, því þessi rödd er ekkert grín.

Auglýsing

Hljóðið líkist frekar katli á suðu en mennskri röddu en hún mældist E í áttundu áttund og var 5,243 hertz. Fyrrum met átti Adan Lopez, raddþjálfi, sem framkallaði D8 og 4,435 hertz, eða þremur semítónum hærra en hæsta nóta píanós.

Var þetta myndband tekið upp í janúar í kínverska þættinum Happy Camp.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!