KVENNABLAÐIÐ

Fimm ára dreng tókst að rústa stofunni heima hjá sér á fimm mínútum

Móðir nokkur fékk „áfall“ þegar fimm ára sonur hennar tók málningarfötu og dreifði um stofuna, sem var nýuppgerð. Faye Comber lýsir því hvernig það tók Olly ekki nema fimm mínútur að rústa stofunni…gersamlega. Faye (25) var að gera sig tilbúna til að fara út með vinum sínum þegar hana grunaði að Olly væri að gera eitthvað af sér, enda var hann einstaklega hljóður.

Auglýsing

rust2

Hún átti þó ekki von á því sem hún sá þegar hún fann hann í stofunni: Gólfin, veggirnir og glænýr sófi – allt þakið hvítri málningu. Foreldrarnir voru nýbúnir að gera upp stofuna fyrir um hálfa milljón ISK: „ Ég var að taka mig til þegar ég skyndilega áttaði mig á að hann var of hljóður og svo fann ég sterka málningarlykt. Ég hljóp niður og þarna var hann – allur útataður í hvítri málningu. Hún var allsstaðar, á höndum, fótum, nýjum fötum og öllu. Ég fékk áfall. Hann stoppaði ekki við að opna fötuna heldur teiknaði myndir og keyrði hjólið sitt í gegnum pollinn!“

Auglýsing

rust5

„Hvernig hann fór að þessu á fimm mínútum er mér ráðgáta. Hann reyndi að gera grín að þessu en svipurinn sagði samt sitt. Það var þó erfitt að reiðast honum. Svo reyndi hann að fela sig.“

Litli prakkarinn!
Litli prakkarinn!

Faye reyndi að moka málningunni upp en ekkert gekk. Hún fékk þó ástvini í lið með sér og þau voru í tvo tíma að skrúbba allt.

Sem betur fer hafði fjölskyldan heimilistryggingu sem náði að greiða að mestu fyrir skemmdirnar. Matsmaðurinn frá tryggingafélaginu var þó lengi að láta sannfærast um að þetta væri allt verk fimm ára drengs!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!