KVENNABLAÐIÐ

Sjöunda sería Orange Is The New Black verður sú síðasta

Netflix hefur nú tilkynnt að ein vinsælasta sería þeirra sé að fara að enda. Serían sem byggð er á örlögum og lífi kvenna í kvennafangelsi mun enda eftir næstu seríu, þá sjöundu í röðinni. Á Twitter-síðu þáttanna hafa leikkonurnar Uzo Aduba (Suzanne) og Taylor Schilling (Piper) lofað að seríurnar muni „enda með hvelli,“ en serían verður sýnd sumarið 2019.

Auglýsing

Fyrsti þátturinn var sýndur árið 2013 og hefur hlotið ýmis verðlaun, m.a. Emmy verðlaun og Screen Actors Guild. Sögusviðið er hið tilbúna Litchfield fangelsi og er þáttaröðin byggð á æviminningum Piper Kerman sem út komu árið 2010 Orange Is The New Black: My Year In A Women’s Prison.

Þættirnir urðu fljótt afar vinsælir á Netflix og hafa fáir komist með tærnar þar sem þeir hafa hælana.

Uzo segir: „Sjöunda sería, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Þetta verður sería sem þið gleymið ekki og við ætlum að gefa ykkur allt og meira en þið gætuð nokkurn tíma hafa viljað. Ég er svo þakklát fyrir skemmtilega tíma, þekkinguna, vinskapinn, kærleikann, fjölskylduna sem við höfum búið til saman.“

Auglýsing

Kate Mulgrew sem leikur Red segir: „Ég á eftir að sakna þess að leika og lifa á brúninni í einstakri, umdeildri og brautryðjandi þáttaröð átarugsins.“

Þáttaröðinni hefur verið fagnað vegna raunsæislegra lýsinga á kvenföngum ásamt því að drepa á málefnum kynþátta, kyns og kynhneigðar.

Netflix mun einnig hætta sýningum á House of Cards eftir næstu seríu, en Kevin Spacey hefur stimplað sig út úr bransanum vegna kynferðisofbeldis.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!