KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle notaði frjósemisapp til að verða ófrísk sem fyrst og hún þráir að eignast stúlku!

Meghan Markle var afar óþreyjufull og óskaði þess helst að verða ófrísk strax á fyrsta ári hjónabandsins. Setti hún því Harry prins, eiginmann sinn, á „frjósemisplan“ og notaði frjósemisappið Aesop Fertility Clock. Notar það hennar tíðarhring til að merkja hvenær helst er von á að verða ófrísk og Harry fékk líka tilkynningarnar um það.

Auglýsing

Nú eru appin orðin mjög fullkomin og hægt er að nota ýmis ráð til að hámarka líkurnar á að geta stúlku eða dreng.

Meghan ákvað að nota Aesop Fertility Clock eftir að hafa skoðað vinsæl frjósemisapp á borð við NaturalCycles og Glow. Appið sendir skilaboð á borð við: „Vúhú! Þú ert með egglos!“

Auglýsing

„Meghan ákvað Aesop appið þar sem hún gat séð hámarksmöguleika á að eignast stúlkubarn. Fyrir Harry var þetta allt órómantískt og frekar róbótískt. En þegar þau fóru að leika leiki fannst þeim það báðum gaman og Meghan sagði við hann: „Það er Aesop tími!“

Meghan hefur sagst dreyma um stúlkubarn sem hún vill einnig nefna Megna og Harry virðist vera sáttur við það. Hertogaynjan hefur nú þegar eytt fúlgum fjár í ófætt barns sitt, m.a. látið grafa upphafsstafi barnsins í skartgripi.

Árið 2015 keypti Meghan dýrt Cartier Tank Françoise úr go lét grafa í það „Til M.M. frá M.M“ og sagði hún að hún myndi gefa dóttur sinni það einn daginn.

 

Flestir veðja þó á að barnið muni heita í höfuðið á Díönu heitinni: Annaðhvort Díana eða Spencer fyrir dreng eða stúlku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!