KVENNABLAÐIÐ

Michael Buble er hættur í bransanum vegna krabbameinsbaráttu sonar hans

Söngvarinn Michael Buble hefur nú tilkynnt í sínu „síðasta viðtali“ að hann sé hættur í tónlistarbransanum. Útskýrði hann fyrir Daily Mail að eftir að hafa frétt af greiningu Noah, þriggja ára sonar hans, hafi hann bara vilja deyja: „Ég veit ekki einu sinni hvernig ég gat andað. Konan mín var eins og þrátt fyrir að ég hafi verið sá sterkari af okkur tveimur, var ég ekki sterkur. Konan mín var…afsakaðu, ég get ekki klárað setninguna.“

Auglýsing

Michael og eiginkonan Luisana Lopilato fengu þær fréttir árið 206 að Noah væri með krabbamein á spítala í Los Angeles. Áður höfðu læknar í Argentínu sagt að hann væri með hettusótt.

Noah fékk geislameðferð við lifrarkrabbameini og sögðu foreldrarnir að meðferðin gengi vel. Noah er nú fimm ára og á batavegi en Michael vill ekki halda áfram í skemmtanabransanum, enda á hann tvö önnur yngri börn líka.

Auglýsing

Mun hann gefa út plötuna „Love“ og segir að hann vilji hætta á toppnum eftir að hafa gert „hina fullkomnu plötu.“

Segir hann að hann skammist sín fyrir egóið sem fylgi frægðinni: „Ég mun aldrei lesa neitt um sjálfan mig aftur, ég hef ekki magann í þetta lengur. Ég mun heldur aldrei nota samfélagsmiðla aftur. Við erum hluti af einhverju stærra. Líf mitt er breytt og skilningur mitt á því. Ég mun aldrei setja egóið ofar fjölskyldunni…það var aldrei spurning.“

Michael og Luisiana gengu í það heilaga árið 2011 í Buenos Aires.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!