Þessa dagana er fólk upptekið af því að taka „selfies“ af sér sjálfum eða fleirum. Við sem eigum gæludýr viljum oftar en ekki hafa þau á myndum með okkur, en Snapchat leyfir okkur að nota ýmsa fíltera sem gera mann sætari…eða skrýtnari.
Nú hefur Snapchat ákveðið að skemmta okkur enn frekar með því að gefa út fíltera fyrir gæludýr! Þú getur semsagt gefið Lubba gamla gleraugu eða sniðugan hatt. Þrjár linsur eru ætlaðar köttum og mun appið nú finna andlit kattarins fyrir þig og auðvitað getur hann fengið kórónu, nú eða horn og hala.
Notendur eru afskaplega ánægðir með þennan nýja Lens Explorer og má sjá eina mynd hér að neðan sem sýnir ánægðan notanda. Við vitum samt ekki með köttinn…
The sun is shining. The sky is blue. Snapchat has filters tailored for you and your cat. TGIF, everyone. pic.twitter.com/BZd1zcnMcP
— Flueghoul ? (@SNFluegel) October 12, 2018