KVENNABLAÐIÐ

Fyrir alla þá karlmenn sem eru hræddir um að verða sakaðir um kynferðislegt ofbeldi að ósekju

Í tilefni þeirrar umræðu um falskar kynferðisárásir og vegna máls Brett Kavanaugh og Donalds Trump um að góðir menn gætu verið ásakaðir um eitthvað sem þeir hafa ekki gert hefur Kristine Marie hjá She The People tekið saman góðan lista fyrir karlmenn sem þeir þurfa að vara sig á ef einhver myndi saka þá um athæfi sem þeir hafa ekki gert.

Vert er að taka það fram að góðir menn eru ekki hræddir við falskar ásakanir…þeir hafa áhyggjur af fólki í lífi sínu sem hefur verið eða gæti verið ráðist á.

Auglýsing

Kristine segir:

Margir karlmenn hafa tjáð mér þær áhyggjur um að þeir verði ranglega ásakaðir um nauðgun, kynferðislega árás eða kynferðislegt áreiti vegna #MeToo hreyfingarinnar. Ég ákvað að deila með ykkur gagnlegum punktum til að verjast því að lenda í fölskum nauðgunarásökunum.

  • Ekki setja sjálfan þig í varasamar aðstæður
  • Vertu vakandi og í viðbragðsstöðu alltaf. Ef þú ert í teiti með konu sem þú telur að gæti ásakað þig um kynferðisárás, takmarkaðu drykkjuna. Hún má alveg drekka, en þín slævða dómgreind er ekki afsökun fyrir hennar röngu ásökunum.
  • Ef þú labbar eða skokkar úti til að hreyfa þig, breyttu oft um leiðir sem þú ferð og tímann sem þú ferð á. Ef þú ert fyrirsjáanlegur er ekki óhætt. Hafðu alltaf símann á þér sem sönnunargagn ef einhver reynir að ásaka þig um nauðgun og sjáðu til þess að hann sé á upptöku til sönnunar að þú hafir ekki nauðgað neinum. Ekki hafa tónlist í eyrunum af því að þú gætir ekki heyrt í mögulegum fölskum ásakanda nálgast þig. Ekki gefa konum tækifærið á því að ranglega ásaka þig þó þú hafir æfingarútínu.
  • Hafðu líkamann hulinn. Ef þú ert að sýna ákveðna hluta líkamans gæti kona haldið að þú hafir áhuga á kynlífi með henni. Ekki gefa henni þau skilaboð með því að sýna meira hold en nauðsynlegt er. Hófsemi er besta reglan.
  • Hugsaðu áður en þú talar. Að daðra við konu er fínt en ekki gefa tilefni til að láta hana halda að þú hafir áhuga á kynlífi. Siðsöm orð munu hjálpa þér að viðhalda virðingu þinni og hreinu mannorði.
  • Auglýsing

 

  • Ekki gera þig sjálfan að auðveldu skotmarki. Berðu höfuðið hátt, gakktu af sjálfsöryggi og hratt burt frá konu sem þú telur að gæti reynt að ásaka þig um kynferðislegt misneyti. Ekki gleyma, þú ert sterkur karlmaður líka.
  • Ef þú telur líklegt að þú verðir ranglega ásakaður um kynferðislega áras beindu athyglinni að sjálfum þér. Hafðu hátt, hringdu í 112 eða í vin, eða notaðu flautu til að einhver komi þér til hjálpar og verði vitni að atburðum.
  • Ef einhver eltir þig, haltu á vel upplýst svæði þar sem annað fólk gæti verið til að hjálpa þér. Upplýst svæði gætu gert út um ánægjulega göngu að kvöldi eða kvöldi sem mun eyðileggja líf þitt varanlega.
  • Það er sennilega best að dveljast heima þegar dimmt er orðið úti. Ef þú ert hræddur um að labba heim eða taka strætó og þú gætir hitt konu sem hugsanlega gæti logið upp á þig væri kannski best að forðast þannig aðstæður algerlega. Íhugaðu að vera heima eða hringdu á leigubíl, en varastu að setjast upp í bíl með kvenkyns bílstjóra.
  • Ef þú þarft að vera úti þegar dimmt er forðastu konur sem eru líklegar til að ranglega ásaka þig um eitthvað misjafnt. Vertu vakandi, athugaðu umhverfið þitt, gakktu úr skugga um að þú sért ekki eltur og haltu fjarlægð frá fólki.
  • Treystu innsæinu. Ef þú telur að kona gæti logið upp á þig nauðgun, forðastu hana eins og heitan eldinn.
  • Læstu alltaf bílnum, hvort sem þú ert inni í honum eða ekki. Athugaðu gólfin, aftursætin og skottið til að ganga úr skugga um að engin kona sé í bílnum.
  • Ef þig grunar að kona sé að elta þig á bíl, haltu áfram. Ekki stöðva bílinn eða keyra út í kant fyrr en þú ert kominn á stað þar sem annað fólk er og getur staðfest sakleysi þitt.
  • Ef bíllinn þinn bilar, opnaðu húddið og bíddu í bílnum með læstar dyr þar til lögreglan mætir. Ekki standa fyrir utan bílinn. Það getur gefið konum þá hugmynd að þú sért hjálparlaus og þú gætir viljað stunda kynlíf með þeim. Ef kona stöðvar bílinn og reynir að aðstoða þig, opnaðu rúðuna örlítið til að segja henni að þú sért að bíða eftir lögreglunni.
  • Vertu öruggur heima. Vertu viss um hverjum þú opnar dyrnar fyrir. Ef sölu-eða viðgerðarkona er sú sem hún segist vera mun henni vera sama þó þú biðjir um skilríki til að staðfesta hver hún er. Ef þér líður enn illa skaltu ákveða tíma sem einhver kemur heim til þín til að konan þín geti verið viðstödd þegar þú tekur á móti konunni.
  • Fyrir þá karlmenn sem búa einir – aldrei setja fullt nafn á póstkassann þinn eða í símaskrána. Þetta gerir þig að auðveldu skotmarki falskra ásakana þar sem þú hefur enga fjarvistarsönnun.
  • Farðu í partý með vinum sem þú getur treyst. Komið ykkur saman um að „passa upp á hvorn annan.” Farðu heim í hóp frekar en einn eða með konu sem gæti hugsanlega kært þig svo seinna meir.
  • Ef þú ert einhleypur eða að hitta konur, kannaðu alltaf vandlega hverja þú ert að hitta fyrir fyrsta stefnumót. Hún gæti verið síbrotakona sem stundar að ásaka menn um nauðgun sem gerðist aldrei. Betra að vera öruggur.

Að lokum: Vertu öruggur þarna úti. Það er til fullt af góðum konum sem vilja hjálpa þér ef þú þarft þess. Ekki láta nokkur skemmd epli eyðileggja hvernig þér líður gagnvart öllum konum. Flestar eru góðar og hjálpa þér að breyta rétt.

Athugið: Að fylgja þessum reglum og ráðum kemur ekki í veg fyrir að þú verðir ranglega ásakaður um kynferðisbrot. Þetta eru einungis ráð til að minnka líkurnar á því að þú verðir fórnarlamb falskra ásakana um nauðgun.

#DontBecomeAVictim

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!