Söngkonan Tina Turner hefur alltaf tjáð sig opinskátt um ofbeldismanninn Ike Turner, sem hún var gift. Í nýjum æviminningum, My Love Story, sem kemur út síðar í mánuðinum talar þessi ótrúlega söngkona um hvernig hennar fyrsta hjónaband var svo skelfilegt að hún reyndi sjálfsvíg til að sleppa úr því.
Í bókinni er sagt frá ótrúlegri lágkúru Ike gagnvart henni, svo sem framhjáhöld og svo réðist hann á hana líkamlega og andlega. Hún varð svo þunglynd og miklu órétti beitt að hún reyndi að taka of stóran skammt af svefntöflum árið 1968: „Þetta var eitthvað sem ég varð að gera. Strax eftir matinn tók ég pillurnar, allar fimmtíu, sem er ekki auðvelt að gera,“ segir Tina um atvikið.
Í æviminningunum er sagt í smáatriðum frá ofbeldinu og öllu sem fram fór fyrir og eftir sjálfsvígstilraunina. Fyrir hana hafði Tina sagt lækni að hún ætti í erfiðleikum með svefn til að fá uppáskrifuð svefnlyf. Svo vildi eiginkonan ekki raska áætlunum eiginmannsins, þannig hún tímasetti tilraunina þannig að ekki myndi það hafa mikil áhrif.
Eftir að Tina hafði tekið pillurnar, átti hún erfitt með tal og að segja á sig farða. Brunað var með hana á spítala þar sem dælt var upp úr henni.
Hún áttaði sig ekki á hvað hafði gerst fyrr en hún var á spítalanum og Ike var við hliðina á henni og talaði við hana. Orðin voru ekki uppörvandi, hann sagði henni að hún hefði átt að deyja og kallaði hana „mother f**ker.”
Tina hefur ekki tjáð sig um þetta áður en sonur hennar, Craig Turner, tók sitt eigið líf í sumar.