Leitin að hættulegum aðstæðum til að taka sjálfur eða „selfies“ hafa gengið af 259 manns dauðum á árunum 2011 og 2017 samkvæmt rannsókn National Library of Medicine í Bandaríkjunum. Mælt er með að búa til skilti þar sem bannað er að taka sjálfur á hættulegum stöðum til að koma í veg fyrir dauðsföll.
Staðirnir sem um ræðir væru þá til dæmis á fjallstoppum, háum byggingum og straumhörðum ám þar sem mörg dauðsföll hafa átt sér stað. Fólk hefur látist af völdum falla, drukknunar og bílslysa en það voru algengustu ástæðurnar. Einnig hefur fólk látist í átökum við villidýr, fengið raflost, kviknað í eða orðið fyrir skoti segir í skýrslunni.
Í júlí á þessu ári Gavin Zimmerman, 19 ára, en hann féll og lést þegar hann var að taka sjálfur á kletti í New South Wales í Ástralíu.
Tomer Frankfurter lést í Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníuríki eftir að hafa fallið um 250 metra eftir að hann reyndi að ná mynd af sér sjálfum.
Flest dauðsföllin áttu sér stað á Indlandi, í Rússlandi, Bandaríkjunum og Pakistan og voru karlmenn í meirihluta, eða 72,5%.
Virðist talan vera að aukast fremur en hitt. Þrír létust árið 2011, en árið 2016 létust 98 og 93 árið 2017. Telja rannsakendur að talan geti þó verið mun hærri þar sem oft er ekki tekið fram að fólk hafi verið að taka sjálfu við andlátið: „Það er talið að ekki sé alltaf tekin fram dánarorsök og þetta vandamál mun bara aukast ef ekki er gripið í taumana.“
Heimild: BBC