Eftir að hafa úthúðað Meghan opinberlega, hótað henni og staðið fyrir ýmsum vandræðalegum uppákomum er Samantha Markle (53) farin til Bretlands þar sem hún vill biðja systur sína afsökunar.
Í morgun kom Samanthan fram í þætti Jeremy Vine til að biðla til Meghan: „Ég vildi að hlutirnir gætu verið öðruvísi.“ Aðspurð af hverju hún hefði látið svona opinberlega eftir að Meghan giftist Harry, sagði hún: „Pabbi var vísvitandi hunsaður. Við vorum að vona að við gætum leyst þetta í einrúmi. Þegar það brást, fórum við í fjölmiðla.“
Hún segir að þó að ummæli hennar gætu hafa virst bitur og móðgandi, var eina áætlun hennar að færa fjölskylduna nær hvort öðru eftir að Meghan útilokaði föður sinn eftir of mörg vandræðaleg viðtöl: „Eina markmiðið var þó ekki bara að færa hana saman. Líka að benda á mikilvægt atriði – að þú einangrar þig ekki í fjölskyldu ef þú ert mannvinur.“
Jeremy hlustaði ekki á hana: „Þú vilt láta hana skammast sín – það er málið.“
Samantha hélt áfram að verja sig: „Fólk var að gera grín að fjölskyldunni og þetta varð að enda. Kannski var ég pirruð. Ég var þó frekar að reiðast út í fjölmiðla.“
Samanha fékk hótanir um sýruárás eftir að hún lenti í Bretlandi. Þó hún hafi vonast eftir að fá að hitta Meghan í fyrsta sinn í 12 ár, segja flestir að það muni aldrei gerast: „Ég var að vonast til við gætum spjallað, þar sem hún vissi að ég væri hér. Ég held það muni ekki gerast.“
Samantha viðurkennir svo að fjölskyldan hefði tekið þau í sátt ef þau hefðu boðið þeim í brúðkaupið. Hún sagðist þó gjarna vilja biðjast afsökunar, þannig batnandi fólki er best að lifa.