Ann 26. september síðastliðinn sat ein af ofurfyrirsætum fyrri áratuga, Naomi Campbell, fyrir svörum hjá Andy Cohen í þættinim Watch What Happens Live.
Hún er ekki spennt fyrir Kendall Jenner, sem er meðlimur Kardashians klansins.
Forsagan er sú að Kendall tjáði sig við Love Magazine um hvaða fyrirsætum hún kysi að fylgjast með í tískubransanum: „Síðan í upphafi, hef ég verið mjög vandlát varðandi hvaða sýningum ég sýni á. Ég var aldrei ein af þessum stelpum sem var til í að sýna þrjátíu sýningar á tímabili, eða hvað í fjandanum þessar stelpur ákveða að gera.“
Þrátt fyrir að Kendall hafi beðist afsökunar á þessum ummælum, var þessi staðhæfing eins og væri verið að gera lítið úr öðrum fyrirsætum. Naomi tjáði sig um þetta: Þegar Andy spurði hana hvað henni fyndist um að hún væri ein hæstlaunaðasta fyrirsætan í dag, sagði Naomi: „Næsta spurning.“
Kendall mun alltaf fá fyrirsætustörf út af því hver hún er. Samt sem áður er gott að sjá fólk í bransanum, eins og Naomi, standa með þeim sem hafa ekki KUWTK frægð og frama.
Naomi lét þó ekki bara þetta óáreitt, heldur hafði ýmislegt að segja um slagsmál Nicki Minaj/Cardi B í HaHarper’s Bazaar ICON partíinu. Hún sagði: „Þetta var kallað ICON partý, en það voru engar stjörnur þarna.“