KVENNABLAÐIÐ

Legsteinn ungrar konu hannaður sem iPhone vekur mikla athygli

25 ára gömul kona hefur verið grafin undir risastórum iPhone legstein sem hefur vakið furðu um víða veröld. Legsteinninn er um 150 cm hár og er staðsettur í kirkjugarði í Ufa, Rússlandi. Unga konan Rita Shameeva var einungis 25 ára þegar hún lést í janúar árið 2016. Ástæða andláts er ekki vituð.

Auglýsing

æf1

Bakhliðin er með Apple merkinu
Bakhliðin er með Apple merkinu

Rais Shameev, syrgjandi faðir hennar, er sagður hafa reist henni hann, en hann hefur ekki gefið fréttamiðlum skýringu.

Er steinninn úr blágrýti og er 1,5 metrar á hæð.

Auglýsing

æf3

Fastagestur í kirkjugarðinum Nikolay Yevdokimov sagði í viðtali við dagblaðið ProUral: „Ég hélt ég væri að sjá sýnir. Hvernig gat bandarískur snjallsími birst allt í einu í kirkjugarðinum okkar? Og svona stór. Ég var steinhissa. Ég hef séð marga legsteina en að gera einn í laginu eins og iPhone – það hlýtur að vera í fyrsta skipti.“

Rita elskaði símann sinn
Rita elskaði símann sinn

Ekki er vitað mikið um Ritu annað en það að hún ferðaðist mikið, elskaði símann sinn og átti vini í Þýskalandi.

æf5

Er talið að síberískt fyrirtæki hafi hannað steininn en það selur „aukahluti andláta.“ Yfirhönnuðurinn þar, Pavel Kalyuk, bjó til svipaðan legstein en í auglýsingaskyni: „Við fórum að búa til alls konar hluti til að fá athygli.“ En eftir sýningu sem þeir héldu, fóru þeir að fá óvenjulegar beiðnir um legsteina.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!